Matarmarkaður á Svartárkotsbúinu í Bárðardal
Svartárkotsbúið í Bárðardal verður opið gestum á morgun sunnudag, 18. ágúst, þegar samtökin Beint frá býli halda upp á daginn með því að bjóða upp á heimsóknir á býli um land allt. Dagurinn er nú haldinn annað árið í röð. Beint frá býli dagurinn var haldinn á liðnu ári í tilefni af 15 ára afmæli samtakanna og þá á 6 lögbýlum, einum í hverjum landshluta og var tilgangurinn að kynna starfsemi heimavinnsluaðila og byggja upp tengsl þeirra á milli.
Afar góð mæting var í öllum landshlutum og almennt mikil ánægja.