EFLA styrkir Leikfélag Húsavíkur
Samfélagssjóður EFLU veitti fyrr í þessum mánuði fjárstyrki til sjö samfélagsverkefna. Meðal styrkhafa var Leikfélag Húsavíkur.
Á hverju ári setur Leikfélag Húsavíkur upp metnaðarfulla leiksýningu. Það er hópur sjálfboðaliða sem sér um allan búningasaum og hafa þátttakendur oftar en ekki þurfta að reiða sig á gamlar og þreyttar vélar, eða lagt til sínar eigin. Styrkurinn verður nýttur til kaupa á tveimur saumavélum, einni venjulegri og annarri svokallaðri Overlock.
Samfélagssjóður EFLU hefur verið starfræktur frá 2013 og er úthlutað úr sjóðnum tvisvar á ári. Markmið sjóðsins er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi. Umsóknir eru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum valnefndar.