Opið hús í tilefni af 40 ára afmæli VMA
Um þessar mundir fagnar Verkmenntaskólinn á Akureyri 40 ára afmæli sínu og af því tilefni verður í dag, fimmtudaginn 29. ágúst, efnt til opins húss og afmælishófs í skólanum þar sem öllum er boðið að koma og njóta þess sem verður boðið upp á og um leið að kynna sér starfsemi skólans.