Norðurorka - 10 áramótaheit
Á nýju ári lítum við gjarnan yfir farinn veg en íhugum jafnframt það sem framundan er. Áramótin marka nýtt upphaf sem oft veitir drifkraft og mörg nýta tækifærið og strengja áramótaheit.
Stundum hefur því verið haldið fram að áramótaheit skili engum árangri. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á þau sem strengja áramótaheit eru mun líklegri til að ná markmiðum sínum innan sex mánaða borið saman við þau sem garnan vilja bæta sig en strengja engin heit. Eins getur orðalag haft áhrif á árangur því rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þeim gengur betur sem setja sér heit um að taka upp ákveðnar venjur borið saman við þau sem ætla að láta af ákveðnum venjum. Þannig getur reynst árangursríkara að setja sér markmið um að hjóla í vinnuna tvisvar í viku í stað þess að heita því að sleppa bílnum tvisvar í viku þó hvort tveggja beri að sama brunni.
Hér koma tillögur að eldheitum áramótaheitum sem koma sér einstaklega vel fyrir veiturnar okkar, umhverfið, heilsuna og veskið. Gerist ekki mikið betra. Gleðilegt nýtt ár!