Mannlíf

Norðurorka - 10 áramótaheit

Á nýju ári lítum við gjarnan yfir farinn veg en íhugum jafnframt það sem framundan er. Áramótin marka nýtt upphaf sem oft veitir drifkraft og mörg nýta tækifærið og strengja áramótaheit.

Stundum hefur því verið haldið fram að áramótaheit skili engum árangri. Rannsóknir hafa þó sýnt fram á þau sem strengja áramótaheit eru mun líklegri til að ná markmiðum sínum innan sex mánaða borið saman við þau sem garnan vilja bæta sig en strengja engin heit. Eins getur orðalag haft áhrif á árangur því rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þeim gengur betur sem setja sér heit um að taka upp ákveðnar venjur borið saman við þau sem ætla að láta af ákveðnum venjum. Þannig getur reynst árangursríkara að setja sér markmið um að hjóla í vinnuna tvisvar í viku í stað þess að heita því að sleppa bílnum tvisvar í viku þó hvort tveggja beri að sama brunni.

Hér koma tillögur að eldheitum áramótaheitum sem koma sér einstaklega vel fyrir veiturnar okkar, umhverfið, heilsuna og veskið. Gerist ekki mikið betra. Gleðilegt nýtt ár!

Lesa meira

Bílstjórar SBA-Norðurleiðar á akstursöryggisnámskeiði í Þýskalandi

Bílstjórar SBA-Norðurleiðar luku í upphafi desembermánaðar akstursöryggisnámskeiði í Þýskalandi á vegum Ökulands í samstarfi við Mercedes-Benz / Daimler Truck. Námskeiðið er nýtt sem hluti þeirrar endurmenntunnar sem atvinnubílstjórar þurfa að gangast undir á fimm ára fresti áður en ökuréttindi eru endurnýjuð. 

Lesa meira

Vill ekki vera með of miklar væntingar til næstu ára

Gott ár í hvalaskoðun á Húsavík

Lesa meira

Samningur um samræmda móttöku flóttafólks

„Það hefur vissulega verið áskorun að finna húsnæði, en hefur tekist og kannski ekki síst þar sem fjöldinn hefur ekki verið meiri,“ segir Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá Akureyrarbæ. Í byrjun árs 2023 var skrifað undir samning um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri sem kvað á um að Akureyrarbær í samstarfi við stjórnvöld myndi taka á móti allt að 350 flóttamönnum það ár.

Lesa meira

Slökkvilið Akureyrar - Árið 2023 í tölum

 

Sjúkraflug:

Árið 2023 voru flogin 903 sjúkraflug með 974 sjúklinga.

-          45% af sjúkraflugum ársins 2023 voru í forgangi F1 eða F2, sem teljast sem bráðatilvik. F1 er lífsógn/bráðatilvik sjúklings og F2 er möguleg lífsógn/bráðtilvik sjúklings.

-          Í 7% tilfella er verið að fljúga með erlenda ferðamenn.

-          1% af flugunum eru með upphafs eða endastað erlendis.

Til samanburðar voru flogin 891 sjúkraflug og í þeim  fluttir 934 sjúklingar árið 2022.

 Sjúkraflutningar:

 Árið 2023 voru 3285 sjúkraflutningar.

 -          28% voru í forgangi F1 og F2.

-          9% sjúklinga voru erlendir ferðamenn.

-          8% flutninga voru millistofnanaflutningar í önnur sveitarfélög á Norður- og Austurlandi.

 Útköll á dælubíla:

 Heildarútköll á dælubíla voru 138.

 -          49% þeirra voru F1 eða F2 útköll.

 

Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár 2024!

Vikublaðið óskar lesendum sínum  gleðilegs nýs árs, með  þökk fyrir liðin ár!

Lesa meira

Fjöldi fæðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri 2023

,,Fæðingar eru nú 403, verða líklega 404 eða 405 þegar við náum miðnætti. Tvíburafæðingar voru 6 á árinu.

Drengir aðeins fleiri en stúlku, hef ekki nákvæma tölu núna. Varðandi fjöldan þá eru þetta færri fæðingar en í fyrra þá voru þær 429."

Þetta segir i svari til vefsins frá Ingibjörgu Hönnu Jónsdóttur forstöðuljósmóður á SAk. um fjölda fæðinga á árinu sem senn kveður.

Vefur Vikublaðsins óskar foreldrum og börnum þeirra innilega til hamingju með fæðingarárið 2023.

 

Lesa meira

Jólin heima - Geir Kristinn Aðalsteinsson segir frá

Það er enginn annar en Geir Kristinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri mannauðs og markaðssviðs Hölds  sem rifjar upp og segir okkur sögur  af jólahaldi í hans fjölskyldu.

Jólin heima.

 

Lesa meira

Jólin heima - María Björk Ingvadóttir rifjar upp

Það er María Björk Ingvadóttir sem svo sannarlega er lesendum  að góðu kunn sem segir hér frá 

Jólin heima

Er hálfmyrkur eða hálfljós ?

 Pabbi minn notar þessi orð til að skilgreina þá stöðu sem upp kemur þegar birtan er ekki mikil, er kannski of lítil, jafnvel hálfgerð týra eða bara skárri en engin. Í þessu felst að hægt er að lýsa ástandi með ólíkum orðum, orðalagi sem um leið birta afstöðu til þess sem lýst er. Aðrir taka líkingu af glasi sem ýmist er hálf fullt eða hálf tómt. Val um orðalag liggur ævinlega hjá þeim sem orðin nota og orðin velja. Hálffullt glas og hálfljós er samt það sama og hálftómt glas og hálfmyrkur, ef út í það er farið en skapa mjög ólík hughrif.

 

Lesa meira

Arnar Björnsson, fréttamaður: „Hangikjötið á jóladag verður að vera að norðan“

Arnar Björnsson, fréttamaður á RÚV, er flestum landsmönnum kunnur af sjónvarpsskjánum. Arnar hefur starfað við fjölmiðlun í 44 ár og marga fjöruna sopið í þeim efnum. Hann er fæddur og uppalinn á Húsavík og er einn af stofnendum hins fornfræga Víkurblaðs. Arnar settist niður með blaðamanni í jólalegt spjall með húsvísku ívafi.  

Lesa meira