Heilsugæslan Urðarhvarfi Læknar hefja heimavitjanir á Akureyri í næstu viku

Heilsugæslunni Urðarhvarfi munu í næstu viku bjóða skjólstæðingum sínum upp á heimavitjanir. Bíll se…
Heilsugæslunni Urðarhvarfi munu í næstu viku bjóða skjólstæðingum sínum upp á heimavitjanir. Bíll sem notaður verður til vitjana á Akureyri kom norður nú í vikunni

Tveir heilsugæslulæknar, Guðrún Dóra Clarke og Valur Helgi Kristinsson sem starfa hjá Heilsugæslunni Urðarhvarfi munu í næstu viku bjóða skjólstæðingum sínum upp á heimavitjanir. Bíll sem notaður verður til vitjana á Akureyri kom norður nú í vikunni.

Teitur Guðmundsson forstjóri Heilsuverndar segir að markvisst hafi á vegum Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi verið unnið að því að bjóða upp á þjónustu heimilislækna á Akureyri. Þau Valur Helgi og Guðrún Dóra hafa sinnt sínum skjólstæðingum með rafrænum hætti og í gegnum síma en verið með mótttöku í Urðarhvarfi að auki sem er þeirra megin starfsstöð. Skjólstæðingar þeirra eru um 1000 talsins.

Um 3 til 4 þúsund manns tilbúnir að fylgja sínum læknum

Teitur segir Sjúkratryggingar Íslands hafa meinað heilsugæslulæknunum að nýta aðstöðu á Læknastofum Akureyrar til að hitta sína skjólstæðinga. Heilsugæslunni er hins vegar heimilt að vitja fólks á sínu heimili og var því tekin sú ákvörðun að opna fyrir slíka þjónustu. Hún verður veitt á dagvinnutíma, skjólstæðingar þurfa að hringja í Heilsugæsluna eða senda skilaboð í gegnum Heilsuveru til að óska eftir vitjun.  Nánara fyrirkomulag verður kynnt í næstu viku þannig að skjólstæðingar séu upplýstir um þennan möguleika. Hann telur að allt að 3 til 4000 manns séu tilbúnir að fylgja sínum læknum miðað við það sem fram hefur komið með undirskriftarsöfnun og samtölum við skjólstæðinga undanfarið.

 Teitur segir að ítrekað hafi verið bent á að skráning á heilsugæslu sé frjáls og heilsugæslum sé almennt ekki heimilt að meina skjólstæðingum um skráningu né afskrá þá og þeir sem vilji skrá sig séu velkomnir.  Áfram verði leitað leiða til að sinna skjólstæðingum og „við stefnum ótrauð að því að opna stofu á Akureyri innan tíðar,” segir hann.

 

Nýjast