Engir vilja brúa bilið
Eins og vefurinn sagði frá 29 mai s.l óskaði Umhverfis- og mannvirkjasvið fyrir hönd Akureyrarbæjar eftir tilboðum í byggingu á nýrri steinsteyptri, eftirspenntri göngubrú yfir Glerá, um 50 metrum ofan við núverandi vegbrú á Hörgárbraut.
Einnig stígagerð fyrir aðliggjandi stofnstígstengingu frá Skarðshlíð og að Borgarbraut ásamt gangbraut yfir Borgarbraut til móts við Glerártorg.
Það kom svo fram á fundi hjá Umhverfis og mannvirkjasviði í þessari viku að ekkert tilboð barst í verkið þannig að ekki er gott að segja til um hvernig þessari framkvæmd muni framvinda.