Mannlíf

Lionsklúbburinn Hængur gefur tvo rafsuðuhjálma sem fara til Burkina Faso

„Þessi gjöf mun örugglega koma sér mjög vel,“ segir Adam Ásgeir Óskarsson sem tók við tveimur rafsuðuhjálmum að gjöf frá Lionsklúbbnum Hæng. Gjöfin var afhent á þorrafundi Hængs á dögunum.

Lesa meira

Nýjar sýningar opnaðar á Listasafninu á Akureyri Steinvölur Eyjafjarðar, Kveikja og Sena

Þrjár sýningar opnaðar í Listasafninu á Akureyri næstkomandi laugardag, 27. janúar kl. 15, en sýnendur eru Alexander Steig – Steinvölur Eyjafjarðar, Guðný Kristmannsdóttir – Kveikja, og Sigurður Atli Sigurðsson – Sena.

Boðið verður upp á listamannaspjall með Alexander Steig og Sigurði Atla kl. 15.45 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins. Haldið verður listamannaspjall með Guðnýju Kristmannsdóttur laugardaginn 3. febrúar kl. 15 og boðið upp á fjölskylduleiðsögn um sýningarnar þrjár sunnudaginn 24. mars kl. 11-12.

Lesa meira

Aðalúthlutun safnasjóðs 2024 - Menningarmiðstöð Þingeyinga hlaut 6,3 milljónir í styrk úr safnasjóði

Lilja D. Alfreðsdóttir afhenti í þessari viku styrki úr safnasjóði.   Menningarmiðstöð Þingeyinga fékk 6,3 milljónir, Minjasafnið á Akureyri 6,1 milljón, Flugsafnið á Akureyri 5,1 milljón, Listasafnið á Akureyri 4,4 milljónir og  Hvalasafnið á Húsavík 3,1 milljón.

Lesa meira

Skipulagstillaga um byggð í Vaðlaheiði

-Eftirspurn eftir lóðum í Vaðlaheiði hefur aukist og þyrpingar þegar risið

Síðustu ár hefur verið mikil eftirspurn eftir lóðum fyrir íbúðarhús og frístundahús í Vaðlaheiði og hafa risið þyrpingar á þegar skilgreindum landnotkunarreitum. Sveitarfélögin sem í hlut eiga hafa fundið fyrir greinilegum áhuga á áframhaldandi uppbyggingu á svæðinu og því var ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar skipulagsáætlunar vegna uppbyggingarinnar í stað þess að taka fyrir eina og eina spildu í einu í takt við framkvæmdaáform hverju sinni.

Lesa meira

Akstursstyrkir vegna barna í Hrísey

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga sem búsett eru í Hrísey.

Lesa meira

Legudeild geðdeildar SAk enn í sama bráðabirgðahúsnæðinu og fyrir 38 árum

Legudeild geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er enn staðsett í sama bráðabirgðahúsnæði og starfsemin hófst í fyrir um 38 árum síðan. Samkvæmt úttekt landslæknisembættisins stenst húsnæðið ekki kröfur sem gerðar eru vegna starfseminnar og segir að það sé barn síns tíma. Það fullnægi ekki þeim kröfum sem til starfseminnar og umfangs hennar eru gerðar. Ýmsum ábendingum var beint til heilbrigðisráðaherra í kjölfar úttektarinnar, m.a. um öryggistengd atriði, skort á heimsóknarrýmum og útisvæði fyrir sjúklinga.

Lesa meira

Sala á Velferðarstjörnu skilaði einni milljón króna

Sala á Velferðarstjörnunni skilaði um einni milljón króna í Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðisins sem er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis og Rauða krossins við Eyjafjörð.

Velferðarstjarnan er nýtt verkefni unnið í samstarfi Glerártorgs og Slippsins, sem framleiddi stjörnuna, en Kristín Anna Kristjánsdóttir og Elva Ýr Kristjánsdóttir, verkefnastjórar markaðsmála á Glerártorgi hönnuðu stjörnuna.

Alls seldust um 300 stykki af velferðarstjörnunni, sem gaf um eina milljón króna í velferðarsjóðinn. „Þetta er mikilvæg viðbót við fjáröflunina okkar,“ segir Herdís Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins á vefsíðu Glerártorgs.  „Ekki bara upphæðin sjálf, þó hún skipti vissulega miklu máli, heldur er líka svo magnað að hugsa til þess hversu margir einstaklingar hafa styrkt söfnunina okkar með því að kaupa velferðarstjörnuna. Það er ómetanlegt að finna þennan mikla velvilja í garð sjóðsins.“

Langdýrasta jólaaðstoðin til þessa

Velferðarsjóðurinn aðstoðar efnaminni einstaklinga og fjölskyldur bæði fyrir jólin og á öðrum tíma árs en reynslan sýnir að eftirspurnin eftir aðstoð er mest í aðdraganda jólanna. Reglubundnar úthlutanir árið 2023 voru rúmlega 500 talsins, sem er mikil aukning frá síðustu árum. Umsóknir um jólaaðstoð fyrir nýliðin jól voru einnig um 500 talsins, sem er svipaður fjöldi og fyrir jólin 2022. Vegna mikilla verðhækkana í samfélaginu var ákveðið að hækka styrkupphæðir í jólaaðstoðinni. Því er ljóst að þó fjöldinn hafi verið svipaður árin 2022 og 2023, er jólaaðstoðin 2023 sú langdýrasta hingað til.

Lesa meira

Magnað - Tæp hálf öld á milli aðstoðardómara!

Í frétt á vef Knattspyrnusambands Íslands er að finna þessa skemmtilegu frétt.   

,,Í leik á Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu nú á dögunum var heldur betur áhugavert dómarateymi að störfum.

Lesa meira

Krónan eykur þjónustu á Norðurlandi eystra

Húsvíkingar bætast nú við hóp Norðlendinga sem geta pantað matinn sinn heim í Snjallverslun Krónunnar. Opnað verður fyrir pantanir á Húsavík í dag, fimmtudag og munu fyrstu pantanir berast bæjarbúum mánudaginn 15. janúar. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustunni á svæðinu og nú þegar hefur Krónan hafið heimsendingar á Akureyri, Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð.

 

Lesa meira

„Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og vona að það leiði til góðs á endanum,“

 „Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð og vona að það leiði til góðs á endanum,“ segir Sigrún María Óskarsdóttir sem í liðinni viku vakti athygli á því að lyfta fyrir fólk í hjólastól og er í Sambíóinu á Akureyri er biluð og hefur verið um alllangt skeið.

Lesa meira