Mannlíf
26.10
Saga Geirdal Jónsdóttir leikkona hefur marga fjöruna sopið á löngum ferli. Á löngum starfsferli hefur hún nánast eingöngu starfað við leiklist á einn eða annan hátt.Hún hóf störf hjá Leikfélagi Akureyrar árið 1964 og var í hópi fyrstu fastráðnu leikara LA árið 1973. Nokkrum árum síðar fór hún til starfa hjá öðrum leikhúsum sunnan heiða. Hún hefur komið við sögu hjá flestum miðlum sem sinna leiklist. Hún á að baki tugi hlutverka hjá LA, LR, Þjóðleikhúsinu, sjónvarpi, útvarpi og í kvikmyndum. Meðal hlutverka sem hún hefur leikið má nefna kvenhlutverkin í BarPari í Borgarleikhúsinu, Dans á rósum í Þjóðleikhúsinu og Gógó í kvikmyndinni Djöflaeyjunni. Saga er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum...
Lesa meira
Mannlíf
24.10
Vilhjálmur Ingi Árnason starfaði lengi sem íþróttakennari við Menntaskólann á Akureyri en hefur búið í Brasilíu í hátt í tuttugu ár. Hann fór fyrst til landsins um áramótin 2000/2001 en Vilhjámur glímdi við slitgigt og bólgur og leitaði í hitameðferð við Miðjarðar hafið. Svo æxluðust hlutirnir þannig að Vilhjálmur endaði sem Brasilíubúi. Vikublaðið hafði samband við Vilhjálm og forvitnaðist um líf hans í Suður-Ameríku. „Eftir margra ára íþróttakennslu við Menntaskólann á Akureyri tókst mér að ofbjóða svo hnjánum við kennsluna að þau voru orðin mjög illa farin af slitgigt og bólgum. Algengasta ráðið til að lina bólgur er hitameðferð þannig að öll sumur að loknu vetrarstarfi í MA, og eftir að ég hætti íþróttakennslunni, sóttist ég eftir að komast í hita erlendis og þá gjarna við Miðjarðarhafið,“ segir Vilhjálmur þegar ég spyr hann um aðdragandann að því að flytja til Brasilíu. „En í einu slíku „hitaferðalagi¨ lá leiðin mín hinsvegar til Karabísku-eyjunnar Kúbu. Þar hitti ég brasilíska dömu sem bauð mér að koma og heimsækja sig til niður til Brasilíu. Ég lét ekki ganga lengi á eftir mér og strax næsta vetur skellti ég mér þangað. Mér leið svo vel í hitanum að ég ákvað að flytja til þangað eins fljótt og kostur væri.“
Lesa meira
Mannlíf
22.10
Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 22. október og farið er um víðan völl í blaði vikunnar að vanda
Lesa meira
Mannlíf
21.10
Tónleikum einleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar, sem fara áttu fram í Menningarhúsinu Hofi 25. október, verður frestað vegna hertra fjöldatakmarkana
Lesa meira
Mannlíf
17.10
Vernharð Þorleifsson gerði garðinn frægan sem einn helsti júdókappi okkar Íslendinga en þurfti að hætta um þrítugt vegna slitgigtar. Vernharð vakti einnig talsverða athygli sem Venni Páer úr samnefnd um sjónvarpsþáttum sem sýnd ir voru á Skjá einum árið 2006. Vernharð er Norðlendingur vikunnar að þessu sinni og svarar hér spurningum um lífið og...
Lesa meira
Mannlíf
15.10
Egill Páll Egilsson
Í gær miðvikudag var opnuð myndlistasýning á neðstu hæð Safnahússinns á Húsavík á vegum Miðjunnar sem er hæfing og dagþjónusta fyrir fólk með fatlanir.
Sýningin er afrakstur af námskeiði sem var haldið í fyrra undir handleiðslu Trausta Ólafssonar myndlistamanns. „Hann fór vel yfir hvernig litum er blandað, hvernig pensla er best að nota til að fá mismunandi áferðir ásamt alls konar aðferðum til að fá sem besta verkið.
Lesa meira
Mannlíf
15.10
Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 15. október og er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira
Mannlíf
14.10
Egill Páll Egilsson
Þrátt fyrir núgildandi takmarkanir vegna Covid-19 ástandsins hefur aðsókn í hvalaskoðun hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Norðursiglingu á Húsavík verið virkilega góð í haust og á laugardaginn var eftirspurnin það mikil að fara þurfti aukaferð síðar um daginn.
Lesa meira
Mannlíf
12.10
Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár eða frá árinu 2010-2018 en býr núna í Garðabæ þar sem hann starfar fyrir bæjarfélagið. Vikublaðið setti sig í samband við Eirík og spurði hvað væri að frétta af bæjarstjóranum fyrrverandi og hvernig honum líkaði lífið fyrir sunnan. Eiríkur Björn Björgvinsson var bæjarstjóri á Akureyri í átta ár eða frá árinu 2010-2018 en býr núna í Garðabæ þar sem hann starfar fyrir bæjarfélagið. Vikublaðið setti sig í samband við Eirík og spurði hvað væri að frétta af bæjarstjóranum fyrrverandi og hvernig honum líkaði lífið fyrir sunnan. „Það er allt gott að frétta, þakka þér fyrir að spyrja. Ég starfa í dag sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðbæjar og það er nóg að gera. Ekki síst vegna Covid og þeirra áhrifa sem veiran hefur á allt samfélagið og þar á meðal rekstur, skóla, íþrótta- og menningarmál sveitarfélaga. Þetta er svipað starfinu mínu fyrir norðan nema nú er fókusinn þrengri og ég að vinna í verkefnum sem ég menntaði mig til,“ segir Eiríkur.
Lesa meira