Mannlíf

Norðlendingur vikunnar: Þráinn í Skálmöld

Þráinn Árni Baldvinsson er líklega best þekktur sem gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Skálmaldar sem gert hefur garðinn frægan undanfarin ár. Hann er einnig kennari að mennt og rekur sinn eigin tónlistarskóla, Tónholt, þar sem boðið er upp á námskeið fyrir fólk á öllum aldri á gítar, trommur, bassa, píanó og ukulele; hvort sem er í einka- eða hóptímum, stað- eða fjarnámi. Þá heldur Þráinn utan um tónlistarstarfið í Norðlingaskóla en hann hefur kennt við skólann síðan í janúar 2008 og einnig sér hann um tónlistarstarfið á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti. Þráinn Árni stundaði nám við tónlistarskóla Húsavíkur áður en hann hélt til Reykjavíkur og nam við FÍH 1993-´97. Þráinn Árni Baldvinsson er Norðlendingur vikunnar og situr hér fyrir svörum..
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 8. Október og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar.
Lesa meira

Fljótlegt og hollt í amstri dagsins

„Það er lykilatriði að næra sig vel en jafnframt að reyna að hafa hlutina sem einfaldasta þegar í mörg horn er að líta,“ segir Guðrún Arngrímsdóttir, fjögurra barna móðir sem starfar við kennslu og þjálfun. Guðrún hefur umsjón með matar horninu þessa vikuna. „Allt sem ég vinn við snýst um heilsu eflingu enda hef ég mikla ástríðu fyrir því að aðstoða fólk við að efla bæði andlega og líkamslega heilsu sína. Sjálf ver ég töluverðum tíma í mína heilsurækt og íþróttaþjálfun en til þess að taka ekki tíma frá börnunum þá er þetta eitthvað sem ég geri áður en allir hinir vakna. Ég er því oft farin út úr húsi vel fyrir kl. 6 en er þá að sama skapi laus til að vera með fjölskyldunni eftir miðjan dag. Þarna kemur skipulag mjög sterkt inn. Morgunverðinn bý ég oft til kvöldinu áður til að geta sett í töskuna og átt þegar ég er búin á æfingu og á leið í vinnu. Ég rótera á milli nokkura tegunda af morgunmat en hér er einn grautur sem er í uppáhaldi þessa stundina.“
Lesa meira

Pressar þúsund vínylplötur á dag

Akureyringurinn Guðmundur Örn Ísfeld stofnaði alþjóðlega plötufyrirtækið RPM Records fyrir um tveimur og hálfu ári sem hann rekur í Danmörku en þar hefur Guðmundur búið undanfarin ár. Guðmundur er kvikmyndagerðarmaður og grafískur hönnuður að mennt og hefur framleitt fjölda músíkmyndbanda og hannað plötuumslög. Hann varð var við vaxandi þörf á vínylpressu og stofnaði fyrirtækið VinylTryk sem síðar stækkaði og varð að RPM Records. Vikublaðið tók Guðmund tali og fornvitnaðist um starfið hans í Danmörku sem vínylpressara. kureyringurinn Guðmundur Örn Ísfeld stofnaði alþjóðlega plötufyrirtækið RPM Records fyrir um tveimur og hálfu ári sem hann rekur í Danmörku en þar hefur Guðmundur búið undanfarin ár. Guðmundur er kvikmyndagerðarmaður og grafískur hönnuður að mennt og hefur framleitt fjölda músíkmyndbanda og hannað plötuumslög. Hann varð var við vaxandi þörf á vínylpressu og stofnaði fyrirtækið VinylTryk sem síðar stækkaði og varð að RPM Records. Vikublaðið tók Guðmund tali og fornvitnaðist um starfið hans í Danmörku sem vínylpressara.
Lesa meira

Guðrún nýr formaður Leikfélags Húsavíkur

Aðalfundur Leikfélags Húsavíkur fór fram á þriðjudagskvöld þar sem ný stjórn var kjörin. Nýir félagar bættust einnig í hópinn en þeim hefur fjölgað nokkuð undan farin ár og eru í dag um 110 talsins. Nýr formaður var einnig kjörin, Guðrún Einarsdóttir tekur við af Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur sem gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Hún var í stjórn áður síðan haustið 20017. Guðrún fær leikhúsáhugan frá foreldrum sínum sem bæði voru virkir þátttakendur í félaginu frá því á áttunda áratugnum og faðir hennar hefur marg oft setið í stjórn og tekur enn virkan þátt í starfinu. „Ég hef verið í leikfélaginu frá því ég var krakki, eiginlega frá því að ég fæddist hreinlega,“ segir hún og bætir við að nýverið hafi fundist gömul gestabók í Flókahúsi en þar hafi Guðrún skrifað nafnið sitt 6 ára gömul.
Lesa meira

„Aldrei misst trúna á það góða í fólki"

Páley Borgþorsdóttir tók við starfi lögreglustjóra á Norðurlandi eystra í sumar. Sjálf lýsir hún sér sem landsbyggðarmanneskju sem setur fjölskylduna í fyrsta sæti. Blaðamaður Vikublaðsins settist niður með henni á dögunum og ræddi við hana um ferilinn og manneskjuna á bak við lögreglustjórann. „Ég er búin að vinna í 18 ár í sakamálum. Fyrst sem staðgengill sýslumanns og síðan lá leiðin í lögmennsku. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sakamálum og þessu kerfi okkar, ekki síst hvernig við getum gert það betra. Maður er í þessu til að reyna koma einhverju góðu til leiðar,“ segir Páley. Hún er mikil fjölskyldumanneskja og viðurkennir að það hafi verið erfitt að skilja foreldra sína eftir í Vestmannaeyjum enda séu þau mjög náin. Í viðtalinu ræðir hún einnig um að lögreglustjórar þurfi að taka erfiðar ákvarðanir um erfið mál. „Við þurfum ekki og erum ekki í vinsældarkeppni. Það er ekkert nýtt fyrir okkur að vera ekki góði gæinn en það snertir mig vissulega þegar málin fara að hafa áhrif á fólkið mitt.“
Lesa meira

Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 1. október og er farið um víðan völl í blaði vikunnar
Lesa meira

Birkir Blær heldur útgáfutónleika á Græna hattinum

Lesa meira

Ný bók um Mundínu og Finn og 20 börn þeirra

„Það var mjög skemmtilegt verkefni að skrá þessa sögu enda er hún í senn áhugaverð og óvenjuleg,“ segir Óskar Þór Halldórsson, höfundur bókarinnar Á Ytri-Á sem kom út á dögunum. Þungamiðjan í þessari nýju bók er saga hjónanna Sigurbjörns Finns Björnssonar og Mundínu Þorláksdóttur á Ytri-Á á Kleifum við vestanverðan Ólafsfjörð og tuttugu barna þeirra sem þau eignuðust á 28 árum, frá 1917 til 1945. Sextán barnanna komust til fullorðinsára, fjögur dóu í æsku. Finnur og Mundína létust á níunda áratug síðustu aldar. Átta af sextán börnum þeirra sem komust til fullorðinsára eru á lífi. Á Ytri-Á er yfirgripsmikil saga þar sem varpað er ljósi frá ýmsum hliðum – í gleði og sorg - á hið daglega líf stórfjölskyldunnar á Ytri-Á. Kleifarnar, Ólafsfjörður, Hvanndalir og Héðinsfjörður koma líka við sögu, óvænt flugferð Finns til Kaupmannahafnar og margt fleira. „Eins og nærri má geta er þetta yfirgripsmikil saga sem ég hef unnið að með ýmsu öðru undanfarin ár. Mér er til efs að þess séu önnur dæmi á tuttugustu öld að hjón hafi eignast tuttugu börn. Ég leitaðist við að varpa ljósi á hvernig það yfirleitt var hægt að koma upp þessum stóra hópi barna. Slíkt væri óhugsandi í dag enda hafa orðið gríðarlegar samfélagsbreytingar á öllum sviðum,“ segir Óskar
Lesa meira

Ungir Húsvíkingar kynnast lífríki Skjálfandaflóa með Norðursiglingu

Áralöng hefð er fyrir því að Norðursigling bjóði nemendum á unglingastigi Borgarhólsskóla í haustsiglingu á Skjálfandaflóa. Slík ferð var farin á dögunum þegar um 100 nemendur og kennarar sameinuðust í bátana Bjössa Sör og Náttfara og sigldu um flóann, skoðuðu hnúfubaka og tóku svo land í Flatey.
Lesa meira