Kruðerí, kósýheit, kertaljós og knús
Aðventuröltið – skemmtileg jólahefð í Dalvíkurbyggð
Aðventuröltið – skemmtileg jólahefð í Dalvíkurbyggð
Nú eru jólin að detta í garð og flestir farnir að undirbúa fyrir hátíðirnar. Sumum finnst jólin vera huggulegur og fallegur tími á meðan aðrir finna fyrir streitu og álagi, enda ákveðin pressa sem getur fylgt jólunum. Jólagjafir er meðal annars eitthvað sem fólk fer að huga að og getur það verið ákveðinn hausverkur.
Það er margt sem kemur manni í jólaskap og fyrir suma er það skötuveisla á Þorláksmessu. Sumum Íslendingum finnst kæst skata vera herramannsmatur á meðan aðrir eru ósammála, aðallega vegna hins einstaka ammoníaksfnyks, sem á það til að vera yfirþyrmandi og gæti sest í fötin. Það er fyrst og fremst fnykurinn sem gerir skötuna óvinsæla í sumum fjölbýlishúsum.
Stefán Sævarsson hefur verið í kringum búskap nær alla ævi. Hann er bóndi á Syðri-Grund í Grýtubakka, þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Hörpu Jónsdóttur. Undirritaður ræddi við Stefán um lífið í sveitinni, bæði í hversdagsleikanum og á jólunum sem senn ganga í garð.
-Segir Ragnar Sverrisson sem stundað hefur kaupmennsku á Akureyri í 56 ár
Út er komin bókin Arnar Saga Björnssonar: Ekki standa á öðrum fæti allt lífið, en það er HB útgáfa sem gefur bókina út.
-Er með afar sjaldgæfan sjúkdóm sem veldur sjónleysi
„Ég get gert margt af því sem mínir jafnaldrar gera, og reyni að lifa í núinu, hugsa sem minnst um hvað getur orðið. Ég horfi bara á þá stöðu sem ég er í núna og hef það að markmið að njóta lífsins eins og aðrir,“ segir Dagbjört Ósk Jónsdóttir nemi á listnáms- og hönnunarbraut Verkmenntaskólans á Akureyri, en hún hóf nám þar á liðnu haust og var að klára fyrstu önnina. Dagbjört er lögblind. Hún hefur enga sjón á hægra auga en sér enn örlítið með því vinstra, nægilega mikið til að geta að mestu bjargað sér sjálf.
Dagbjört er með sjúkdóm sem kallast Chronic Relapsing Inflammatory Optic Neuropathy, CRION og er eini Íslendingurinn sem er með þann sjúkdóm, en hann er mjög sjaldgæfur og einungis um 120 manns í öllum heiminum sem eru með hann. Um er að ræða sjóntaugakvilla, sjálfsofnæmi sem lýsir sér í því að hvítu blóðkornin ráðast á sjóntaugina. Ekki er þó að hennar sögn vitað af hverju það gerist. Þrátt fyrir sjónleysið tekst Dagbjört á við krefjandi nám sitt á listnámsbrautinni af miklum áhuga og elju.
Dagbjört var rétt að verða 11 ára þegar sjúkdómurinn uppgötvaðist í september árið 2016. Hún fór að taka eftir að sjón á hægra auga varð skrýtin, hún varð æ lakari með nánast hverjum degi sem leið en hún fann ekki neitt til.
Flugeldasala björgunarsveita hefur verið gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir þeirra starf. Leonard Birgisson byrjaði að starfa í björgunarsveit 1980 og hefur hann gegnt fjölmörgum störfum á þeim vettvangi. Hann hefur verið formaður, gjaldkeri og séð um nýliðastarf auk þess að sinna almennum verkefnum sem félagi í björgunarsveit. Þá hefur hann einnig setið í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar, verið gjaldkeri félagsins og formaður flugeldanefndar.
Hvernig eru störf björgunarsveitarinnar um hátíðirnar? Er meira álag?
„Það er öllu jöfnu ekkert aukið álag á björgunarsveitir um hátíðirnar nema í þeim tilfellum sem veðurfar setur samgöngur og mannlíf úr skorðum. Verkefni sem björgunarsveitir fengu í hendur í byrjun desember 2019 og voru viðvarandi langt fram á árið 2020 eru enn í fersku minni. Einnig er 30. desember 2018 eftirminnilegur því þá fengum við krefjandi fjallabjörgunarverkefni í Dalsmynni þar sem þekking og samvinna skipti sköpum við að bjarga einstaklingum sem slösuðust í fjallgöngu.“
Hversu mikilvæg er flugeldasalan ykkur í björgunarsveitinni?
„Flugeldasala á sér áratuga hefð á Íslandi og er björgunarsveitum mjög mikilvæg og í mörgum tilfellum stendur hún undir 50-70% af tekjum björgunarsveita.“
Kvöldið 22. desember er löngu orðið jólatónleikakvöld Hymnodiu. Kórinn hefur sungið í Akureyrarkirkju þetta kvöld í áratug og mörgum er ómissandi að gera hlé á jólaönnum til að njóta kyrrðar og friðar með Hymnodiu í kirkjunni.
„Ég held ég verði að segja að uppáhalds jólahefðin mín sé sú að við maðurinn minn kaupum alltaf nýja, skemmtilega hluti á jólatréð á hverju ári og það er alltaf svo gaman þegar við skreytum það. Í fyrra vorum við með tré sem var 250 cm og skrautið okkar dugði á það, svo það mætti segja að við séum komnir með ágætt safn. Einnig er alltaf yndislegt að gera laufabrauð með fjölskyldunni en við gerum það á hverju ári.“