Mannlíf

Lítur á sig sem Akureyring og skoðar málnotkun unglinga á samfélagsmiðlum

Finnur Friðriksson er vísindamaður mánaðarins

Lesa meira

Vonast eftir brotthvarfi veirunnar

Stefán Pétur er verkefnastjóri Hraðsins Nýsköpunarmiðstöðvar Húsavíkur og Fab Lab Húsavíkur sem fellur undir nýsköpunarsvið Þekkingarnets Þingeyinga. Stefán sér um daglegan rekstur Hraðsins og Fab Lab Húsaví, tekur á móti almenningi, fyrirtækjum og frumkvöðlum, veitir ráðgjöf í hönnun og nýsköpun. Vikublaðið spurði hann um hvað hafi staðið upp úr á nýju ári og um væntingar til ársins sem nú er gegnið í garð.

Lesa meira

„Eru þeir loksins búnir að átta sig á því að konur eru til og geta gert hluti?“

Aldey Unnar Traustadóttir fer yfir það sem stóð upp úr hjá henni á nýliðnu ári en hún steig óvænt inn á svið stjórnmálanna á síðasta ári þegar hún tók sæti í sveitarstjórn Norðurþings  fyrir V-lista í sveitarstjórn og  varð jafnframt forseti sveitarstjórnar. Hún skipulagði Druslugönguna á Húsavík ásamt systrum sínum en Aldey brennur heitt fyrir jafnréttismálum. Aldey ætlar að halda áfram að vera samkvæm sjálfri sér árið 2022 sem endranær og ber væntingar til þess að jákvæðar breytingar til betra samfélags haldi áfram.

Lesa meira

Hljóp 160 sinnum upp á Húsavíkurfjall

Hólmgeir Rúnar Hreinsson er grjótharður Þistilfirðingursem starfar sem trésmiður hjá Trésmiðjunni Rein á Húsavík þar sem hann býr ásamt fjölskyldu sinni. Fyrir liðlega ári síðan strengdi hann óvenjuleg áramótaheit. Hólmgeir hét því að hlaupa 100 ferðir upp á Húsavíkurfjall og til baka á árinu sem nú er nýliðið. Eins og sönnum Þistilfirðingi sæmir er Hólmgeir þverari en færustu forystusauðir sveitarinnar og kom því aldrei annað til greina en að standa við orðin stóru.

Húsavíkurfjall

Svona var umhorfs við útsýnisskífuna á toppi Húsavíkurfjalls þegar Hólmgeir hljóp síðustu ferðina upp á toppinn á árinu 2021.

 Það gerði Hólmger svo sannarlega því þegar blaðamaður settist niður með honum yfir rjúkandi kaffibolla á nýja árinu, þá hafði hann lokið við að hlaupa 160 ferðir upp á Húsavíkurfjall árið 2021 og fór létt með það enda var hann búinn að standa við orð sín í byrjun ágúst en þá voru komnar 100 ferðir.

 Kann ekki við malbikið

Hólmgeir sem er 42 ára stundar utanvegahlaup af miklu kappi og hefur gert það síðan 2012 þegar hlaupabakterían smitaðist yfir á hann. „Þá var ég orðinn vel þungur. Ég byrjaði fyrst á því að hjóla duglega en svo tóku hlaupin við þegar fór að snjóa meira. Hlaupin hafa alla tíð síðan verið viðloðandi mig þó ég hafi tekið pásur inn á milli. Og alltaf verið mest í utanvegahlaupum. Ég hef engan áhuga á að vera hlaupa eftir malbiki,“ segir Hólmgeir ákveðið og bætir við að ástæðan fyrir því að hann hafi byrjað að hlaupa hafi einfaldlega verið til að komast í betra form en hann var í.

„Það stefndi óðfluga í þriggja stafa tölu á vigtinni og kominn tími til að gera eitthvað í því. Annars hef ég aldrei pælt mikið í fæðinu, það er kannski helst það sem maður er að klikka á.“

Aðspurður hvað hafi drifið hann áfram í að strengja þessi óvenjulega áramótaheit svaraði Hólmgeir því til að hann hafi einfaldlega viljað ögra sér aðeins og gera eitthvað skemmtilegt í leiðinni en hann er mikil útivistarmanneskja. 

Lesa meira

Brýnt að uppræta skömm fyrir því að leita sér hjálpar

Píeta samtökin á Akureyri stefna á að  fjölga ráðgjöfum með vorinu

Lesa meira

„Það var tekið vel á móti manni og allir eru til í að hjálpa“

Brynjar Ingi Bjarnason, atvinnumaður í fótbolta á Ítalíu

Lesa meira

Gömul ryðguð skæri í pakkanum frá ömmu

Það má segja að Ingibjörg Reynisdóttir hafi marga titla en hún er meðal annars rithöfundur, leikkona, handritshöfundur og fótaaðgerðafræðingur. Hún er fædd og uppalin í Laugardalnum í Reykjavík og hefur ekki flutt úr hverfinu síðan, fyrir utan nokkra ára búsetu í Danmörku fyrir aldamót. Hún býr með manninum sínum Óskari Gunnarssyni og syni sínum Reyni Óskarssyni. Ingibjörg er oftast með mörg járn í eldinum en hún skrifaði meðal annars bókina Gísli á Uppsölum sem var metsölubókin árið 2012. Ingibjörg er jólabarn en við fáum aðeins að skyggnast inn í líf hennar hvað varðar jólin.

Lesa meira

Sólin um jólin

Undanfarin ár hefur það orðið sífellt vinsælla að fólk ferðist til útlanda um jólin. Virðist vera sem margir séu sólarþyrstir og eru staðir á borð við Tenerife mjög vinsælir áfangastaðir. Fjölmiðlamaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er oftast kallaður, rekur ferðaskrifstofu á Tenerife og segir hann að um 4.000 miðar séu seldir til Tenerife um jólin frá Íslandi.

Lesa meira

„Jólin eins og lítið undirbúningstímabil fyrir okkur handboltafólkið“

-segir Hulda Bryndís Tryggvadóttir, handknattleikskona í KA/Þór

Lesa meira

Heimþráin úr „Borg óttans“

Það er ekki óalgengt að fólk úr landsbyggðinni flykkist suður í nám eða til að elta drauma sína í „Borg óttans“ og þrátt fyrir að hafa búið fyrir sunnan í einhvern tíma þá verður Akureyri alltaf „heima“ fyrir suma, en við spurðum nokkra unga og áhugaverða Norðlendinga sem fluttu suður á svipuðum tíma hvað þau eru að gera fyrir sunnan, jólahefðirnar þeirra og hvað þau sakna mest við heimabyggðina sína.

Lesa meira