Mannlíf

Viðtalið - Kristján Már Þorsteinsson ræðir mál 13 ára dóttur sinnar

Ásgeir Ólafs er kominn í loftið með nýjan hlaðvarpsþátt: Viðtalið. Fyrsti gestur hans er Kristján Már Þorsteinsson. Í þættinum ræddu þeir saman um mál 13 ára dóttur Kristjáns sem hefur vakið athygli hér á landi.

Lesa meira

Allt til enda hefst í mars

Listvinnustofur fyrir börn á grunnskólaaldri undir yfirskriftinni Allt til enda verða haldnar í Listasafninu á Akureyri í mars, apríl og maí. 

Lesa meira

62 ára aldursmunur á elsta og yngsta leikara

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Kardemommubæinn

Lesa meira

Vetrarfjör hjá Corpo di Strumenti

Tónlistarhópurinn Corpo di Strumenti verður í vetrar-, barokk- og frumflutningsstuði um helgina. Hópurinn heldur TÓLF TÓNA KORTÉRS tónleika á Listasafni Akureyrar laugardaginn 26. febrúar kl. 15 og 16, þar sem Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og Brice Sailly frumflytja tónverkið FIMM FYRIRBÆRI Í FEBRÚAR eftir þá fyrrnefndu á tvennum kortérs löngum tónleikum

Lesa meira

Tíu tíma tónflæði í Hofi

Strengjasveitir Tónlistarskólans á Akureyri tóku sig til laugardaginn 12. febrúar og léku tónlist í tíu klukkustundir sleitulaust, frá kl. tíu um morguninn til kl. átta um kvöldið.

Lesa meira

Yfir 40 milljónir í söfnun fyrir snjótroðara

 „Það var einstakt að upplifa jákvæðnina og ungmennafélagsandann sem sveif yfir vötnum, einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og sveitarfélög hér á svæðinu lögðu hönd á plóg til að tryggja þetta mikilvæga samfélagsverkefni,“ segir Ingólfur Jóhannesson framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga en söfnun fyrir nýjum snjórtroðara félagsins lauk í vikunni.

Lesa meira

Melanie Clemmons sýnir í Deiglunni um helgina

Gilfélagið býður ykkur velkomin á sýninguna Boreal Crush Pack eftir gestalistamann Gilfélagsins Melanie Clemmons um helgina í Deiglunni. Sýningin ber heitið Boreal Crush Pack

Lesa meira

Gríðarleg breyting til hins betra við öll björgunarstörf

Slökkviliðið á Akureyri fær nýja björgunarstigabíl

Lesa meira

Sköpun bernskunnar á Listasafninu

Þetta er níunda sýningin undir þessari yfirskrift, en hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu og með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarmenn.

Lesa meira

Hefur jákvæð áhrif á andann í hverfinu

„Það er mikil og almenn ánægja með reiðgerðið og má segja að andinn í hverfinu hafi lyfst í hæstu hæðir,“ segir Svanur Stefánsson sem sæti á í stjórn Hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Félagið kostaði framkvæmd við yfirbyggt reiðgerði í hesthúsahverfinu Breiðholti, það er ríflega 200 fermetrar að stærð, kostaði um 7 milljónir króna og stendur öllum félagsmönnum til boðað að nýta það endurgjaldslaust.

Svanur segir að reiðgerðið hafi aldeilis slegið í gegn meðal þeirra sem halda hross í Breiðholtshverfinu, en engin aðstaða var þar til staðar áður. „Fólk var með hross sín í eigin girðingum á klaka og svelli og það er alls ekki boðleg aðstaða til að þjálfa hross. Þetta reiðgerði hefur gert heilmikið fyrir hverfið og óhætt að fullyrða að það er vel nýtt. Nánast alltaf einhver að nota það frá morgni fram eftir kvöldi og aldursbilið er breitt, hér eru krakkar niður í 9 ára og fólk komið yfir sjötugt.“

Breiðholt er annað af tveimur hestahúsahverfum á Akureyri og það eldra. Þar eru um 100 hesthús og mikill fjöldi hesta. Það er fullbyggt og þegar svo var komið var annað hverfi byggt upp í Lögmannshlíð. Þar eru nú öll ný hesthús byggð og þar er reiðhöllin staðsett og mikið nýtt. Svanur segir að Breiðhyltingar noti reiðhöllina vel, en það kosti smá bras að fara yfir, með hross í kerru eða ríðandi ef þau eru tamin. „Þetta reiðgerði gerir mikið fyrir þá sem eru með hross í tamningu og þjálfun,“ segir hann, en reiðgerðið var tekið í notkun milli jóla og nýjárs.

Lesa meira