Fréttir

Skýr markmið og þrautseigja skila árangri - Saga um gefandi samstarf

Gústaf Baldvinsson framkvæmdastjóri Seagold Ltd., sem er sölufélag Samherja í Bretlandi, skrifar hér um skemmtilegt og gefandi samstarf við Dag Benediktsson sem í síðasta mánuði náði þeim frábæra árangri að verða fimmfaldur Íslandsmeistari á skíðum.

Lesa meira

Nú er veður og færi

Á Facebooksíðu Skógræktarfélagsins er  sagt frá því að búið séð að gera skíðagönguspor frá Kjarnaskógi og  fram í  Jólahús.  Því er svo bætti við að færi á öllum þeirra leiðum sé frábært. 

Annars er færslan hið skemmtilegasta, svona í stíl við veðrið. 

Lesa meira

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tekur við embætti matvælaráðherra

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hefur tekið sæti sem matvælaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Bjarkey tók við lyklavöldum í matvælaráðuneytinu í dag af Svandísi Svavarsdóttur sem tók við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í nóvember árið 2021 og við embætti matvælaráðherra við stofnun matvælaráðuneytis 1. febrúar árið 2022.

Lesa meira

KDN styrkir stuðningshóp Alzeimersamtakanna á Akureyri

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands afhenti í dag stuðningshópi fyrir  aðstandendur fólks með heilabilun hópurinn kallar sig Sólblómið  styrk að upphæð kr. 350,000 sem er innkoman af  seldnum aðgögnumiðum að leik KA og Þór í úrslitum Kjarnafæðismótsins sem fram fór á dögunum.

Lesa meira

Ein með öllu fær 2 milljónir í styrk

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að styrkja Vini Akureyrar um 2 milljónir króna vegna hátíðarinnar Ein með öllu árið 2024. Til viðbótar kemur vinnuframlag frá umhverfismiðstöð.

Lesa meira

Arna Rún Óskarsdóttir öldrunarlæknir til HSN

Arna Rún Óskarsdóttir öldrunarlæknir hefur verið ráðin til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Lesa meira

Jákvæð niðurstaða fyrir félagsfólk Framsýnar

Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins framkvæmir árlega kannanir meðal launafólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB með það að markmiði að varpa ljósi á lífskjör launafólks á Íslandi þar með talið fjárhagsstöðu og heilsu. Greint er frá þessu á vef Framsýnar stéttarfélags, könnunin var lögð fyrir í janúar sl.

Lesa meira

Rauði krossinn við Eyjafjörð - Aldrei fleiri sjálfboðaliðar

Aldrei hafa fleiri sjálfboðaliðar starfað að verkefnum Rauða krossins við Eyjafjörð en á liðnu ári, alls 354.

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri: Guðrún Hadda Bjarnadóttir

Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17-17.40 heldur Guðrún Hadda Bjarnadóttir, handverks- og myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Dyngjan – listhús. Aðgangur er ókeypis.

 

Lesa meira

Vorið er ekki komið á dagskrá ennþá

Kuldi, snjókoma, ófærð,  gular viðvaranir, óvissuástand, snjóflóðahætta, meiri snjókoma.   Þetta er  nokkuð rétt lýsing á veðrinu og afleiðingum þess hér Norðanlands  s.l daga.

 

Lesa meira