11.desember - 18.desember - Tbl 50
Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember.
Alls tóku 33 einstaklingar í Eyjafjarðarsveit þátt í átakinu Syndum sem fram fór í nóvember. Átakið var á vegum ÍSÍ og var því ætlað að hvetja landsmenn til að nýta sundlaugar landsins til hollrar hreyfingar.
Í íþróttamiðstöðinni í Eyjafjarðarsveit lágu skráningarblöð frammi í afgreiðslunni þar sem þátttakendur skráðu vegalengdina sem synt var hverju sinni. Þessi 33 sem skráðu sínar ferðir í sundlaug íþróttamiðstöðvar Hrafnagilsskóla syntu samtals 116.7 kílómetra og voru að minnsta kosti þrír einstaklingar sem lögðu að baki meira en 10 kílómetra hver.
Tveir úr hópnum sem skráði sig fóru 20 sinnum í laugina á tímabilinu.