Fréttir

Enginn veit hvað átt hefur...

Sigurjón Pálsson skrifar um skipulagsmál 

Lesa meira

Sæmþætting íþrótta- og skólastarfs gefist vel

,,Veruleikinn í íþróttastarfi er sá að ef menn eru ekki á leiðinni áfram, þá er það stöðnun og stöðnun er afturför," segir Jónas Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs.

Lesa meira

Slys á vatnsverndarsvæði Norðurorku

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum varð alvarlegt rútuslys við Fagranes í Öxnadal í gær. Viðbúnaður viðbragðsaðila var mikill og aðkoma starfsfólks Norðurorku einnig þar sem slysið varð inn á vatnsverndarsvæði fyrirtækisins sem nær m.a. inn að vatnaskilum á Öxnadalsheiði

Lesa meira

Samningar við PCC í höfn

Síðdegis í gær náðist samkomulag milli PCC BakkiSilicon og Framsýnar/Þingiðnar um kjarasamning fyrir hönd  starfsmanna fyrirtækisins til næstu fjögurra ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stéttarfélaginu.

Lesa meira

Tveimur haldið sofandi en með stöðug lífsmörk

Alls voru 22 erlendir ferðamenn í rútunni sem valt. 5 voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Tveimur er haldið sofandi í öndunarvél en eru sagðir vera með stöðug lífsmörk. 5 voru lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Nánari upplýsingar um áverka liggja ekki fyrir hjá lögreglu á þessari stundu.

Lesa meira

Kjarnaskógur eitt öflugasta lýðheilsumannvirki landsins

„Á stundum eins og verið hafa undanfarið, þegar skítviðri geisar og hundi er vart út sigandi  reiknar maður ekki með mikilli traffík hér í Kjarnaskógi en  raunin er allt önnur og undirstrikar samfélagsverðmætin,“ segir Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar. Fjölmörg verkefni eru fram undan þegar „vetrarveðri“ um sumar slotar.

Lesa meira

„Ekki minn tebolli að sitja við tölvuna og safna gögnum“

Joséphine er frá Bayonne í suðvestur Frakklandi en hefur starfað sem leiðsögumaður hjá Gentle Giants hvalaferðum á Húsavík síðan sumarið 2022 en síðast liðið haust settist hún á skólabekk með það að markmiði að ná sér í skipstjórnarréttindi fyrir rib-báta GG hvalaferða.

Lesa meira

Rútuslysið-Flogið með fimm manns til Reykjavikur, vegurinn lokaður fram á nótt.

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi þessa tilkynninu frá sér fyrir skömmu vegna alvarlegs rútuslys sem varð laust eftir kl 17 í dag í Öxnadal 

,,Áfram viljum við vekja athygli á því að vegurinn um Öxnadal er enn lokaður og verður fram eftir nóttu.

 

Lesa meira

Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Uppfært kl 1900

Uppfærsla vegna slyss í Öxnadal kl. 18:55

Í fyrstu viljum vekja athygli á því að vegurinn um Öxnadal er enn lokaður og verður eitthvað fram eftir kvöldi, jafnvel fram eftir nóttu. Hvetjum við því alla sem þurfa að komast á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar í kvöld að fara fyrir Tröllaskagann í gegnum Siglufjörð og Ólafsfjörð.

Þarna hafði rúta með erlendum ferðamönnum oltið og var þó nokkur fjöldi þeirra slasaður. Flestir farþegar hafa nú verið fluttir af vettvangi og á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar fer fram frekari greining og þá eru 2 sjúkraflugvélar klárar á Akureyri og þá er þyrla LHG kominn til Akureyrar og mun hún einnig flytja slasaða til Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar koma kl. 21:00

 
 
Laust fyrir kl. 17:00 fengu viðbragðsaðilar í Eyjafirði tilkynningu um alvarlegt umferðarslys í Öxnadal. Þar hafði rúta oltið og væru fjöldi farþega slasaðir. Hópslysaáætlun var virkjuð og allir viðbragðsaðilar kallaðir út.
 
Vegurinn um Öxnadal er lokaður og mun verða eitthvað áfram.  Bendum við á hjáleið um Tröllaskaga.
Lesa meira

Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar um viðtal Vikublaðsins við Teit Guðmundsson

Viðtal Vikublaðsins í gær við Teit Guðmundsson forstjóra Heilsuverndar sem rekur Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri hefur vakið mikla athygli.  Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gerir viðtalið að umfjöllunarefni í stöðufærslu á Facebook og er greinlega hugsi.

Lesa meira