Fresta opnun skíðasvæðis um viku í það minnsta
„Vonandi náum við að opna fyrir jól,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Til stóð að opna svæðið í gær, föstudag en þau áform fuku út í veður og vind, líkt og snjórinn sem safnast hafði í fjallinu.