Fréttir

Fresta opnun skíðasvæðis um viku í það minnsta

„Vonandi náum við að opna fyrir jól,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Til stóð að opna svæðið í gær, föstudag en þau áform  fuku út í veður og vind, líkt og snjórinn sem safnast hafði í fjallinu.

Lesa meira

Breiðhyltingur og bikarmeistari í bekkpressu

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Ívar Rafn Jónsson, lektor við Kennaradeild, er vísindamanneskjan og jólastjarnan í desember.

Lesa meira

Frumkvöðlasetur Driftar EA formlega opnað

Frumkvöðla- og nýsköpunarsetur Driftar EA hefur formlega verið opnað, en í dag standa dyr opnar fyrir gesti og gangandi að skoða glæsilega aðstöðu og kynna sér hvað í boði er, en frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum geta fegnið ráðfjöf og aðstoð við fjármögnun auk aðgangs að öflugu tengslaneti og góðri vinnuaðstöðu.

 

Lesa meira

Tónlist, gleði og góðgerðarmál í Íþróttahöllinni á Húsavík

Árlegir jólatónleikar Tónasmiðjunnar

Lesa meira

Kammerkór Norðurlands heldur ferna jólatónleika

Kammerkór Norðurlands heldur ferna jólatónleika um næstu helgi og mikil eftirvænting er meðal kórfélaga fyrir þessari stóru tónleikahelgi. 

Tónleikar verða haldnir í Þorgeirskirkju við Ljósavatn á laugardag kl. 15 þá í Bergi, Dalvík á laugardagskvöld kl. 20. Á sunnudag ferðast kórinn austur í Kelduhverfi og syngur í Skúlagarði kl. 14. Lokatónleikarnir verða svo í Hömrum, Hofi á sunnudagskvöld kl. 20

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands styrkir Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis

Í þessari viku afhenti Jóhann Gunnar Kristjánsson varaformaður stjórnar fulltrúum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis 1.000.000 kr. styrk frá Hafnasamlagi Norðurlands. 

Lesa meira

Hollywood klassík á svið á Húsavík

Menningin á Húsavík lifir góðu lífi en á laugardag frumsýndi 10. Bekkur Borgarhólsskóla leikverkið 10 hlutir – en það er byggt á hinni sívinsælu bíómynd, 10 Thing I Hate About You. Verkið hefur nú verið sýnt fyrir fullum sal alla vikuna og vakið aðdáun.

Lesa meira

Gríðarmikil og jákvæð breyting í vetrarferðaþjónustu

„Fram undan eru óvenju góðir mánuðir í vetrarferðaþjónustunni þar sem ferðamenn komast til Akureyrar með beinu flugi frá London, Manchester, Amsterdam og Zurich. Bókanir hafa gengið vel í flugi easyJet frá Bretlandi og greinilegt að þar eru á ferðinni Bretar í jólaheimsóknum,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands

Lesa meira

Norlandair tekur við áætlun milli Húsavíkur og Reykjavíkur í næstu viku

„Viðbrögðin eru mjög góð og bókanir fara vel af stað,“ segir Arnar Friðriksson framkvæmdastjóri Norlandair á Akureyri, en félagið tekur næsta mánudag, 16. desember við áætlunarflugi milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Fyrsta ferðin verður á miðvikudag, 18. desember. Flugið verður þjónustað af Icelandair á Reykjavíkurflugvelli

Lesa meira

Húsavík Farþegafjöldi í hvalaskoðunarferðum 2024

Á árinu 2024 fóru 112.666 manns í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík sem er um 15% samdráttur frá árinu 2023 sem var stærsta árið frá upphafi siglinga. Helsta ástæða samdráttar á milli ára er að fyrirtækin þurftu að fella niður mikið af ferðum vegna óvenjulegs tíðarfars undangengið sumar. Þróun farþegafjölda frá árinu 2016 má sjá á meðfylgjandi stöplariti. Fjögur fyrirtæki hafa boðið uppá í hvalaskoðunarferðir á þessu ári.

Lesa meira