Slæm loftgæði í dag – unnið er að rykbindingu

Götur eru óhreinar og svifrykið eftir þvi.    Mynd   akureyri.is
Götur eru óhreinar og svifrykið eftir þvi. Mynd akureyri.is

Loftgæði á Akureyri eru slæm í dag vegna mikils svifryks, sem stafar af hægum vindi, stilltu veðri og mengun. Þau sem eru viðkvæm fyrir, svo sem aldrað fólk, börn og einstaklingar með viðkvæm öndunarfæri, eru hvött til að takmarka útivist og áreynslu, sérstaklega nálægt fjölförnum umferðargötum.

Mælingar við Menningarhúsið Hof sýndu að magn svifryks náði 409 míkrógrömmum á rúmmetra klukkan átta í gærkvöldi, sem er töluvert yfir heilsuverndarmörkum.

Til að bregðast við aðstæðum vinna Akureyrarbær og Vegagerðin að því að rykbinda helstu umferðargötur. Fylgjast má með mælingum á styrk svifryks og annarra mengunarefna á vefnum loftgæði.is.

Frá þessu er sagt á akureyri.is

Nýjast