11.desember - 18.desember - Tbl 50
Starfsfólk í Hlíðarfjalli auglýsir eftir vetrinum!
,,Það er svo misjafnt sem mennirnir hafast að“ segir í Hótel Jörð Tómasar Guðmundssonar og það má etv heimfæra upp á þá stöðu sem uppi er í veðrinu? Sumir vilja snjó strax og mikið af honum, meðan aðrir fagna hverjum degi í snjóleysi.
Starfsfólk í Hlíðarfjalli hefur viðurværi sitt m.a á því að hér sé skíðasnjór og meðfylgjandi færsla kom frá þeim á Facebook vegg Hlíðarfjalls i morgun:
,,Hvar ertu vetur ? Komdu nú !
Veðurguðirnir eru ekki í liði með okkur þessa dagana og það er ljóst að við náum ekki að opna á föstudaginn 13. des eins og stefnt var á og verður allavega viku frestun… Við ætlum að reyna allt sem við getum til að opna fyrir jólin en til þess þarf veðrið að vinna með okkur
Mikið hefur bráðnað af snjó í fjallinu en við vonum að framleiddi snjórinn standi þetta betur af sér enda hann þéttari, við fylgjumst með veðurspám og setjum að sjálfsögðu framleiðslu beint í gang um leið og aðstæður leyfa
Endurmetum stöðuna í byrjun næstu viku.“
Nú er bara að sjá hverju framvindur, en ef rýnt er i kort má sjá snjókomu um og eftir næstu helgi.