13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Stefnir í hitamet í ágúst á Akureyri
„Á Akureyri er ekki nóg með að meðalhitinn í júlí hafi slegið öll met með 14,3°C, heldur stefnir líka í met í ágúst!,“ skrifar veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson í færslu á Facebook en Einar heldur úti veðursíðunni Blika.is. Segir Einar að meðalhitinn nú enda sennilega í 14,0°C (eða 14,1°C). Fyrra met var 13,2°C í ágúst 1947. „Líkt og í júlí er gamla metið slegið rækilega."
"En ekki nóg með það því hiti sumarið (júní-ágúst) stefnir líka í hæstu hæðir eða 12,7°C. Sumarið 1933 hefur lengið verið í minnum haft fyrir norðan með sínar 12,2°C fyrir sömu mánuði. Og þetta næst jafnvel þó svo að júní hafa verið kaldur framan af, um 1 stigi undir meðallagi fyrstu 20 dagana (8,2°C). Allt saman er þetta með miklum ólíkindum!!!“, skrifar Einar.