Smit í Giljaskóla og starfsfólk og nemendur í sóttkví

Giljaskóli.
Giljaskóli.

Starfsmaður í Giljaskóla á Akureyri hefur greinst með Covid-19. Eftir skoðun og rakningu í samstarfi við smitrakningarteymi Almannavarna er niðurstaðan sú að nokkrir úr hópi starfsfólks og nemenda fara í sóttkví. Þetta kemur fram í bréfi skólastjóra til foreldra.

Aðrir nemendur og starfsfólks í þeim árgangi sem sá smitaði starfar í þurfa að vera vakandi fyrir einkennum veirunnar.

„Eins og áður þurfum við að taka höndum saman og hjálpast að í þessu mikilvæga verkefni,“ segir í bréfi skólastjóra. 

Nýjast