Byggiðn styrkti Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis
Heimir Kristinsson, varaformaður Byggiðnar, afhenti fulltrúum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis styrk frá félaginu skömmu fyrir jól.
Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn við Eyjafjörð hafa frá árinu 2013 haft samstarf um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Starfssvæði sjóðsins er Eyjafjörður, frá Siglufirði til Grenivíkur.
Það voru Kristbjörg Sigurðardóttir, sem situr í stjórn sjóðsins fyrir Hjálparstarf kirkjunnar, og Baldvin Valdemarsson, sem er í stjórn fyrir hönd Rauða krossins, sem veittu styrknum viðtöku.
Þess má geta að Byggiðn styrkti einnig Velferðarsjóðinn í gegn um Samiðn annars vegar og Fagfélögin hins vegar.
Samiðn segir frá á heimasíðu þeirra.