Byggiðn styrkti Velferðarsjóð Eyjafjarðarsvæðis

Frá afhendingu styrksins   Mynd Samiðn
Frá afhendingu styrksins Mynd Samiðn

Heimir Kristinsson, varaformaður Byggiðnar, afhenti fulltrúum Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis styrk frá félaginu skömmu fyrir jól.

Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og Rauði krossinn við Eyjafjörð hafa frá árinu 2013 haft samstarf um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu. Starfssvæði sjóðsins er Eyjafjörður, frá Siglufirði til Grenivíkur.

Það voru Kristbjörg Sigurðardóttir, sem situr í stjórn sjóðsins fyrir Hjálparstarf kirkjunnar, og Baldvin Valdemarsson, sem er í stjórn fyrir hönd Rauða krossins, sem veittu styrknum viðtöku.

Þess má geta að Byggiðn styrkti einnig Velferðarsjóðinn í gegn um Samiðn annars vegar og Fagfélögin hins vegar.

Samiðn segir frá á heimasíðu þeirra.

Nýjast