Viðhorf bæjarbúa til Bíladaga misjafnt
Nýleg netkönnun, sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ, sýnir skiptar skoðanir bæjarbúa á Bíladögum.
Nýleg netkönnun, sem Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ, sýnir skiptar skoðanir bæjarbúa á Bíladögum.
Spurt var um viðhorf til Bíladaga, sem haldnir eru árlega í júní. Rúmlega 36% svarenda voru mjög jákvæðir eða frekar jákvæðir, rúmlega 27% voru hvorki jákvæðir né neikvæðir, en rúm 36% lýstu sig frekar eða mjög neikvæða.
Athygli vekur að yngsti hópurinn, 35 ára og yngri, er neikvæðari gagnvart Bíladögum en eldri aldurshópar.
Hér má sjá niðurstöður rannsóknarinnar.
.