Þórsarar bjóða í rjómavöfflur og rjúkandi súkkulaði í Hamri á morgun
Þórsarar ætla í tilefni af hinni helgu hátíð sem óðfluga nálgast að bjóða Þórsurum á öllum aldri sem og öðru gestum og gangandi í félagsheimilið Hamar á morgun, 17. desember þar sem í boði verður að gæða sér á rjómavöfflum með sultutaui og rjúkandi súkkulaðikakói með.
Tveir fyrrum formenn Þórs, þeir Sigfús Ólafur Helgason og Árni Óðinsson byrja að baka vöfflurnar strax kl. 9.00 og verða með heitt vöfflujárnið til kl 12.00. Svo hita svonefndir Grobbarar, sem eru félagsskapur eldri Þórsara vöfflujárnið aftur í Hamri frá kl 16 og verða þeir að til kl. 19.
Allir eru hjartanlega velkomnir, gætt verður að sóttvörnum og ungir sem aldnir Þórsarar sem og aðrir velunnarar hjartanlega velkomnir.