Í startholum með að hefja steypuvinnu

Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein standa að félaginu Höfði Development
Björgvin Björgvinsson og Jóhann Haukur Hafstein standa að félaginu Höfði Development

„Við stefnum á að hefja steypuvinnu í mars ef veður og vindar leyfa,“ segir Björgvin Björgvinsson framkvæmdastjóri og einn eigenda félagsins Höfði Development, þróunarfélagsins sem byggir Höfða Lodge hótel við Grenivík.  Vinnuaðstaða hefur verið sett upp á gamla malarvellinum þar sem gert er ráð fyrir að starfsmenn dvelji meðan á uppbyggingu hótelsins stendur, en pláss er þar fyrir 16 til 18 manns.

Björgvin segir að jarðvegsvinnu sé að mestu lokið, vegagerð sömuleiðis og búið sé að setja niður vatnstanka á svæðinu. Nú taki steypuvinna við um leið og aðeins fer að vora meira. „Við gerum ráð fyrir að steypa eitthvað fram á sumarið, fram í júlí eða ágúst og vonum að einhver mynd verði komin á svæðið með haustinu,“ segir Björgvin.

Einingarnar koma frá Lettlandi

Þegar búið verður að steypa húsin upp tekur við innivinna næsta vetur, að innrétta hótelið og því sem fylgir. Hótelið sjálft er um 6 þúsund fermetrar að stærð og þá verður byggð upp starfmannaaðstaða, um eitt þúsund fermetrar auk hesthúss sem verður um 350 fermetrar.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 

Nýjast