Bæjarstjórn Akureyrar fordæmir innrásina í Úkraínu
Úkraínski fáninn var dreginn að húni við Ráðhús Akureyrarbæjar fyrr í dag. Mynd: Ragnar Hólm/akureyri.is
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti rétt í þessu bókun þar sem innrás Rússa í Úkraínu er harðlega fordæmd og lýsir sig um leið reiðubúna til móttöku á flóttafólki frá Úkraínu. Bókun bæjarstjórnar er svohljóðandi:
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði þjóðarinnar. Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við úkraínsku þjóðina og lýsir sig jafnframt reiðubúna til móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Bæjarstjórn tekur einróma undir yfirlýsingu Evrópusamtaka sveitarfélaga.