13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Styrktartónleikar fyrir fórnarlömb stríðsins í Úkraínu
Tónlistarfólk Akureyrarkirkju stendur fyrir styrktartónleikum í Akureyrarkirkju,
þriðjudaginn 29. mars kl. 20
Safnað verður fyrir Hjálparstarf kirkjunnar sem sendir framlagið til systurstofnana á
vettvangi sem þekkja staðhætti og eru færastar um að koma hjálpinni til skila á
skilvirkan hátt. Aðstoðin hefur fyrst og fremst falist í því að fólkið hefur fengið mat,
drykk, hreinlætisvörur og -aðstöðu auk þess sem börnum hefur verið sköffuð
aðstaða til að gleyma sér í leik í fjöldahjálparstöðvum. Fólkið fer svo áfram með
rútum frá landamæraþorpum í stærri borgir þar sem búið að er koma upp
miðstöðvum fyrir flóttafólkið. Allir sem að tónleikunum koma gefa vinnu sína.
Á tónleikunum koma fram:
Kór Akureyrarkirkju
Eldri Barnakór Akureyrarkirkju
Hymnodia
Björk Níelsdóttir, söngkona
Daniele Basini, gítarleikari
Elvý G. Hreinsdóttir, söngkona
Emil Þorri Emilsson, slagverksleikari
Jón Þorsteinn Reynisson, harmóníkuleikari
Kristjana Arngrímsdóttir, söngkona
Sóley Björk Einarsdóttir, trompetleikari
Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti og stjórnandi
Þorvaldur Örn Davíðsson, organisti og stjórnandi
Eyþór Ingi Jónsson, organisti og stjórnandi
Flutt verður úkraínsk tónlist, fallegur friðarboðskapur og frumflutt tónlist eftir Gísla
Jóhann Grétarsson og textar eftir Hjörleif Hjartarson og Hannes Sigurðsson, sem
samið var sérstaklega fyrir tónleikana
Kynnir á tónleikunum er leikkonan María Pálsdóttir
Aðgangur á tónleikana er ókeypis, en tekið er við frjálsum framlögum.
Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0302-26-3077, kt. 410169-6149.
Sjónvarpsstöðin N4 tekur tónleikana upp og verður þeim sjónvarpað á stöðinni á
páskadag. Exton sér um lýsingu og svið á tónleikunum