Marta stekkur inn í hlutverk Ögmundar
07. apríl, 2022 - 14:43
Egill Páll Egilsson - egillpall@vikubladid.is
Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar og leikstjóri Skugga Sveins, mun stökkva inn í hlutverk Ögmundar í Skugga Sveini í fjarveru Maríu Pálsdóttur 22. og 23. apríl.
Marta segist spennt að leika Ögmund. „Mitt markmið verður að muna texann og rekast ekki í húsgögnin enda hef ég ekki stigið á sviðið í 15 ár,“ segir Marta í léttum dúr.
Sýningum á Skugga Svein lýkur í apríl.
Nýjast
-
Atkvæði Grímseyinga komin til Akureyrar
- 29.11
Anna María Sigvaldadóttir formaður kjörstjórnar í Grímsey sigldi og ók með atkvæði úr eynni til Akureyrar þar sem Helga Eymundsdóttir formaður kjörstjórnar á Akureyrar tók við þeim. Eftir að Anna María hafði afhent kjörgögn kaus hún sjálf utan kjörfundar á Akureyri. Alls eru 49 á kjörskrá í Grímsey -
Akureyri - Opnun jólatorgsins og ljósin tendruð á jólatrénu
- 29.11
Hátíðleg stund verður á Ráðhústorginu á sunnudaginn, fyrsta sunnudag í aðventu, þegar ljósin verða tendruð á jólatré bæjarbúa og splunkunýtt jólatorg verður opnað. -
Jólin koma, jólin koma!
- 29.11
Starfsfólk skógræktarfélaga hefur í nógu að snúast þessa dagana við undirbúning jólanna en sala á jólatrjám hefst innan tíðar. Hér eru þau Sigurður Ormur, Ólöf, Benedikt, Huldar og Bergsveinn með rauðgreni jólatré sem þeir Benedikt og Huldar frá Skógræktinni á Vöglum færðu kollegum sínum í Skógræktarfélagi Eyjafjarðar. -
Þingför eða aðför?
- 29.11
Kjördagur nálgast óðfluga, frambjóðendur með þingmanninn í maganum keppast við að ná augum og eyrum kjósenda, það er engin gúrkutíð hjá fjölmiðlum landsins meðan á kosningabaráttu stendur. Og athygli beinist að sumum frekar en öðrum, stundum fyrir ábyrðarlausan málflutning, hnyttin slagorð eða jafnvel forkastanlega hegðun. -
Jólasöfnun Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis hafin
- 29.11
Stöðug fjölgun er í hópi þeirra sem óska eftir aðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Úthlutað er úr sjóðnum yfir allt árið þó flestir sækist eftir aðstoð fyrir hátíðarnar. Fyrir jólin 2023 barst metfjöldi umsókna en með góðum stuðningi frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum var hægt að styðja við þau heimili sem þurftu hjálp. Stjórn sjóðsins gerir ráð fyrir að umsóknir nú verði síst færri en í fyrra. Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn á Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar og nágrennis og Rauði krossinn við Eyjafjörð hafa frá árinu 2013 haft samstarf um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu og síðustu þrjú ár hefur samstarfið verið yfir allt árið. -
Opnar dyr í Eyjafjarðarsveit
- 29.11
Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar stendur fyrir viðburði sem nefnist Opnar dyr á laugardag, 30.nóvember og nú í fimmta sinn. Markmiðið með þessum viðburði er að kynna þá starfsemi sem er í sveitinni og bjóða uppá tækifæri til að versla beint við framleiðendur og fyrirtæki. -
Hollvinir SAk gefa öndunarmælingatæki
- 29.11
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) gáfu rannsóknarstofu lífeðlisfræðideildar SAk á dögunum nýtt öndunarmælingartæki, tækið nýtist við greiningu, meðferð og eftirlit lungnasjúkdóma Nýja tækið (Vintus One) gefur möguleika á mismunandi tegundum öndunarmælinga, s.s. fráblástursmælingu, loftdreifiprófi, mælingu á rúmmáli lungna og sveiflumælingu. -
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum.
- 29.11
Frá árinu 2022 og til 2023 fjölgaði valkvæðum liðskiptaaðgerðum á Íslandi um rúmlega átta hundruð aðgerðir. Meðal tíminn sem að hver sjúklingur þurfti að eyða á biðlista var yfir níu mánuðir. Það er því í raun vel skiljanlegt að þessir biðlistar hafi lengst til mikilla muna vegna einfaldlega hinnar gríðarlegu fjölgunar á liðskiptaaðgerðum.