Innan rammans í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Myndlistarsýningin Innan rammans / Inside the Frame opnar í Verksmiðjunni á Hjalteyri laugardaginn 7. maí kl. 14 með verkum listakonunnar Michaelu Grill
Michaela Grill sem býr og starfar í Montréal opnar þá í Verksmiðjunni yfirlitsýningu á kvikmynda og vídeóverkum. Í verkum sínum endurskapar hún myndir af því sem að fyrir augu ber á göngu um náttúruna en ekki af raunveruleikanum heldur frekar könnun á yfirborði, litaframvindu og hreyfirannsóknum.
Í heimsfaraldri voru ferðalög ekki möguleg svo að hún fór að vinna með fundið kvikmyndaefni, til að stækka og draga ákveðin atvik út úr flæði. Einkum í tengslum við smásjármyndir. Þessi nýjustu verk vinnur hún í samstarfi við tónlistarkonuna Sophie Trudeau.
Michaela stundaði nám í Vínarborg, Glasgow og London (Goldsmith College). Hún hefur gert ýmis kvikmynda- og vídeóverk, innsetningar og myndgjörninga/varpanir síðan 1999. Vídeóperformansar og sýningar í 5 heimsálfum í t.d. MOMA NY, National Gallery of Art Washington, Centre Pompidou Paris, Museo Reina Sofia Madrid, La Casa Encendida Barcelona, ICA London og á mörgum kvikmyndahúsum. Vídeóverk hennar hafa verið sýnd á yfir 150 hátíðum um allan heim. Hún fékk verðlaun/viðurkenningu sem framúrskarandi listamaður frá austurríska lista- og menningarmálaráðuneytinu árið 2010.