Sjö umsækjendur um embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri
Mennta- og barnamálaráðuneytinu barst 21 umsókn um embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík, skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík og skólameistara Menntaskólans á Akureyri. Umsóknarfrestur rann út í síðustu viku. Greint er frá þessi á vef Stjórnarráðsins
Umsækjendur um embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri:
- Alma Oddgeirsdóttir, brautastjóri
- Ásta Fönn Flosadóttir, skólastjóri
- Karl Frímannsson, sviðsstjóri
- Kristín Elva Viðarsdóttir, skólasálfræðingur
- Ómar Örn Magnússon, doktorsnemi
- Sigurlaug A. Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari
- Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri
Skipað verður í öll embættin frá 1. ágúst næstkomandi. Mennta- og barnamálaráðherra skipar í embættin til fimm ára í senn að fenginni umsögn hlutaðeigandi skólanefndar skv. 6. gr. laga um framhaldsskóla og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.