Margir kjósendur á Akureyri óákveðnir

Mynd/Þorgeir Baldursson.
Mynd/Þorgeir Baldursson.

Rúmlega 31% Akureyringa hafa ekki ákveðið hvað þeir ætla að kjósa í sveitastjórnakosningunum 14. maí nk. samkvæmt könnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) gerði dagana 25. apríl til 2. maí.

Spurt var: Ef kosið yrði nú, hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa.

Af þeim sem svöruðu voru rúmlega 31% enn þá óákveðin og 7,4% vildu ekki gefa upp sína afstöðu. Af þeim sem svöruðu ætla 16,7% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 14,9% Samfylkinguna og 14,6% L-listann. Samkvæmt þessu fengju því þessir flokkar tvo menn kjörna í bæjarstjórn. Framsóknarflokkurinn mælist með 13% fylgi, Flokkur fólksins með 11,3%, Vinstri græn með 7,9%, Kattaframboðið með 7,8% og Miðflokkurinn með 7,4% og fá hvert um sig einn mann kjörinn. Píratar mælast með 6,4% og ná ekki inn manni samkvæmt þessu.  

Það er þó óvarlegt að túlka þessar tölur hátíðlega vegna hás hlutfall óákveðinna. Þessar tölur gætu átt eftir að breytast talsvert þegar talið verður upp úr kössunum á kjördag.

Alls svöruðu 398 spurningunni og af þeim voru 31,3% óákveðin, 7,4% vildu ekki svara og 1,1 % ætlar ekki að mæta á kjörstað. 

konnun RHA

Fylgi framboða samkvæmt könnun RHA.

Nýjast