27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Bílaleiga Akureyrar 30 til 35 milljóna tjón vegna sandfoks
Heildarkostnaður við tjón sem urðu á bílaleigubílum í eigu Bílaleigu Akureyrar í hvassviðrinu sem gekk yfir landið í lok september nemur á bilinu 30 til 35 milljónir króna.
“Við höfum ekki tekið tjónið endanlega saman, en það liggur á þessu bili, 30 til 35 milljónir,” segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Það fari þó eftir það hvað næst að innheimta af því tjóni sem varð. Sumir leigutakar voru með fullar tryggingar en aðrir ekki. Þá væri einnig verið að vinna í varahlutamálum.
“Það urðu fjórir bílar alveg ónýtir og hræin af þeim verða seld. Aðrar bílar eru mis sandblásnir og nemur tjón á þeim alveg frá nokkur hundruð þúsund krónum og upp í nokkrar milljónir. Það mun enn taka einhvern tíma að vinna úr þessum málum,” segir Steingrímur.