Afmælishátíð Glerártorgs
Um þessar mundir eru 22 ár liðin frá opnun Glerártorgs á Akureyri en vegna heimfaraldurs var ekki hægt að halda veglega upp á 20 ára afmælið 2020 eins og vonir stóðu til . Nú skal hinsvegar úr þvi bætt og er óhætt að segja að mikið standi til.
Veislan hefst í dag, fimmtudag kl 13 þegar leikskólabörn frá Iðavöllum og Hólmasól koma saman á Glerártorgi og opna afmælishátíðina með fallegum afmælissöng. Síðan má segja að hver viðburðurinn taki við af öðrum.
Í dag fimmtudag er miðnæturopnun á Glerártorgi og gestakomur verða tíðar s.s Páll Óskar sem mætir kl 20. Annað þjóðgersemi hann Laddi stígur á svið kl 21:15. Villi Braga lítur við um kl 22 og Marína &Krissi verða á sviðinu um kl 22:45 DJ Lijla verður einnig á ,,torginu”
Veitingar verða að borðum eins og við hæfi er þegar góða veislu gjöra skal!
Á laugardag koma þau Benedikt búálfur og Didi í heimsókn, einnig Húlladúllan. Andlitsmálun verður I boði, föndurborð ásamt hinu algjörlega ómissandi Candy Floss.
Sunnudagurinn skartar Karlakór Akureyrar Geysi, bræðurnir Karíus og Baktus líta inn og Húlladúllan snýr aftur svo dæmi sé tekið.
Verslanir á Glerártorginu láta sitt ekki eftir liggja, taka auðvitað þátt í ,,partýinu” og eru með margvísleg afmælistilboð sem vert er að skoða.
Hægt er að kynna sér afmælishátína í smáatriðum á vef Glerártorgs, slóðin þangað er https://www.glerartorg.is