6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Drjúg eru morgunverkin
Þeir tóku daginn snemma starfsmenn Umhverfismiðstöðvar Akureyrarbæjar liklega með mæltækið sem vitnað er í hér fyrir ofan i huga og voru önnum kafnir við að reisa jólatréð það sem prýða mun Ráðhústorg á komandi aðventu og jólum í ljósaskiptunum í morgun. Tréð sem er fengið úr bæjarlandinu er 10 metrar á hæð eða hið reisulegasta og á það fara 250 perur. Það er sem fyrr vinabær Akureyrar i Danmörku Randers sem gefur bæjarbúum tré til að setja á Ráðhústorg. Venja er að ljóst séu tendruð á Randerstréinu fyrstu helgi i aðventu og er vefnum ekki kunnugt um að á þvi verði breyting.
Sú athöfn bar þess skýr merki síðast liðin ár að heimsfaraldur stóð yfir en nú stefnir allt i að hægt verði að eiga notalega stund á torginu við ......segjum við ekki Kaldbakshúsið í dag?