27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
,,Í blíðu brjálað at barningur og handapat“
Þessar mögnuðu myndir sem hér fylgja og eru í eigu Iðnaðarsafnsins tóna vel við fyrirsögnina að ofan en sú er fengin út texta eftir Ómar Ragnarsson Svona er á síld.
Þarna má sjá Snæfellið EA og ekki er nú mikið borð fyrir báru og Björgvin EA frá Dalvík og er verið að gefa og háfa yfir í Björgvin EA. Iðnaðarsafnið fékk i morgun nokkuð af bráðskemmtilegum myndum sem teknar voru umborð í aflaskipinu Snæfelli EA 740 og eins og segir á Facebooksíðu safnsins.
,,Jakob Tryggvason einn mesti og besti hollvinur Iðnaðarsafnsins er búin að skanna þær fyrir okkur yfir í stafrænt form og því eru þær orðnar aðgengilegar. Þarna er sú gamla drottningin barmafull af síld og verið að gefa og háfa yfir í Björgvin EA 311 frá Dalvík. Glæsilegar myndir sem segja mjög merkilega sögu sem var. Þessar myndir ásamt fleirum frá Snæfellsárunum verða látnar rúlla á skjám Iðnaðarsafnsins í dag og næstu daga“.