Akureyri - Kettir mega enn vera á næturrandi
Systurnar Begga og Lena mega enn um sinn eins og aðrir kettir bæjarins lyfta sér upp utandyra að næturlagi Mynd TBG
Kattareigendur sem og aðrir munu vera að velta fyrir sér hvort nú um áramót hafi skollið á sú fyrirætlan bæjarstjórnar að köttum sé óheimilt að vera á þvæling um bæinn eftir miðnætti, en samkvæmt tillögu sem fram kom var meiningin að bannið tæki gildi nú um áramót.
Þar sem aðeins ein umræða hefur farið fram um málið í bæjarstjórn, hefur þessi samþykkt ekki tekið gildi því umræðurnar þurfa að vera tvær til þess að slík reglugerðarbreyting öðlist gildi.
Kattareigendur þurfa því ekki að hafa áhyggjur af randi katta sinna að næturlagi fyrst um sinn.