Kjarnaskógur líf og fjör á hverjum degi
Það má með sanni segja að Kjarnaskógur sé eins og ónefnd kextegund þ.e gott báðu megin. Vetur, sumar, vor og haust skógurinn er alltaf jafn vinsæll og vel sóttur. Mikil tilhlökkun er eftir nýja snjótroðaranum en von er á honum til bæjarins innan skamms.
Ingólfur Jóhannsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyjafjarðar segir aðspurður ,,það styttist í stórtroðarafrétt, sá nýi kemur hér í Kjarna upp úr áramótum, Við þurfum tvö daga til að græja og vonumst til að hann verði kominn í brúk ca um aðra helgi,maður veit þó aldrei.
Hann bættir við ,,þangað til sinnum við göngu og skíðaleiðum í Kjarna með snjósleðanum okkar, ,,rúllunni” og ,,sporinu” sem hann dregur.
Það hefur verið mikið af glöðu fólki í skóginum nú yfir hátíðarnar að njóta útivistar í skjólinu. seggði Ingólfur að lokum.