N4 - Skiptastjóri skipaður

Ólafur Rúnar Ólafsson Hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður skiptastjóri yfir  N4 en fyrirtækið óskaði eftir gjaldþrotaskiptum s.l. föstudag eins og kunnugt er eftir að tilraunir til að tryggja framtíð þess báru ekki árangur.  

 ,,Skiptastjóri er nýkominn að borðinu og er eru fyrstu verkefnin að ná yfirsýn yfir stöðu búsins“.  Verður útsendingum haldið áfram með sama  hætti og nú er?  ,,Skiptastjóri hefur ekki upplýsingar um fyrirkomulag útsendinga sem nú eru í gangi, þar mun vera í gangi spilunarlisti sem rennur sitt skeið innan tíðar. Þrotabúið mun ekki standa fyrir því að framhald verði þar á.“

 Munt þú þreifa fyrir þér með sölu á fyrirtækinu eða hafa einhverjir áhugasamir haft  samband?

,,Enn sem komið er hefur enginn sett sig í samband við skiptastjóra með kaup í huga enda innan við sólarhringur síðan skiptastjóri fékk búið til meðferðar. Nú verður gefin út innköllun, haft upp á helstu lánardrottnum félagsins, sú vinna hófst raunar í gær, og aðrar þær ráðstafanir gerðar sem ganga þarf í við þessar aðstæður. Þá þarf að skoða hvernig væri mögulegt að ráðstafa eignum búsins, til að mynda hvort raunhæft sé að selja reksturinn í heild til nýs rekstraraðila. Staðan er jú sú að þarna er sjónvarpsstöð reiðubúin til útsendingar og í eru mikil verðmæti, auk mögulega blaðaútgáfu. Hver framvinda skiptanna verður skýrist vonandi á næstu dögum.“

 

 

Nýjast