Loftgæði afleit á Akureyri

Loftgæði eru ekki merkileg á Akureyri nú í morgun
Loftgæði eru ekki merkileg á Akureyri nú í morgun

Samkvæmt upplýsingum  úr loftgæðamælum Umhverfisstofnunar á Akureyri eru loftgæði afleit núna í vetrarstillum þeim sem hér  í bænum eru um þessar mundir og hefur mikið sigið á ógæfuhliðina s.l. klukkustundirnar.

Litakóðar eru notaðir þar sem grænn er merki um mjög gott ástand  en rautt  hið gangstæða  og þannig er einmitt farið um loftgæði i bænum um þessar mundir eldrautt er merkið sem notað er.

Götur  bæjarins og göngustígar eru þrátt fyrir að nokkuð hafið verið um að sópað hafi verið,  mjög óhreinar eftir sandburð  í vetur og  má reikna með að það skýri þetta ástand að miklu leiti.   Svifryk mælist mjög hátt og hefur í raun hækkað verulega  eftir því sem liðið hefur á morguninn.  Einnig mælist Köfnunarefnisoxíð hátt.

,,Fólk sem er viðkvæmt fyrir  og er á ferð gangangi eða á hjólum við götur sem bera mikla umferð e gæti gert margt verra en  að nota grímur fyrir vit þegar svona er í pottinn búið“ segir hjólreiðarmaður sem vefurinn hafði samband við.

Hér er slóð á heimasíðu Umhverfisstofnunar sem gefur áhugasömum upplýsingar  um þróun loftgæða á Akureyri

https://loftgaedi.is/?zoomLevel=7&lat=64.894972&lng=-18.675028

 

Nýjast