27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Bakarís-fyrirlestrar Að eflast og vaxa eftir að ofbeldissambandi lýkur… er það mögulegt?
Í dag fimmtudaginn 23. febrúar nk. kynnir dr. Hulda Sædís Bryngeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar sem hún varði við HA í lok síðasta árs.
Kynningin fer fram í Brauðgerðarhúsinu í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð og hefst kl. 16:00.
Í rannsókninni sögðu íslenskar konur frá þeim leiðum sem þær fóru til að ná að eflast og vaxa (e. post-traumatic growth) eftir að hafa verið beittar ofbeldi í nánu sambandi. Einnig lýstu þær þeirri eflingu og vexti sem þær upplifðu. Ofbeldi í nánum samböndum er svo algengt að því hefur verið líkt við heimsfaraldur. Það er því brýnt að huga að því hvað tekur við hjá þolendum eftir að slíkum samböndum lýkur.
Bakarís-fyrirlestrarnir eru samstarfsverkefni AkureyrarAkademíunnar og Brauðgerðarhúss Akureyrar. Markmið þeirra er að kynna verkefni sem fólk hefur unnið að hjá AkAk, bjóða upp á viðburði í Sunnuhlíð og gefa bæjarbúum tækifæri til að fræðast og spjalla um fjölbreytt viðfangsefni.