Anna María efst á heimslista U21

Anna María Alfreðsdóttir er á siglingu upp heimslistana í Bogfimi. Mynd/Archery.is
Anna María Alfreðsdóttir er á siglingu upp heimslistana í Bogfimi. Mynd/Archery.is

Anna María Alfreðsdóttir úr Akri á Akureyri átti frábært innandyra tímabil í opnu heimsmótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery. Anna endaði í 1 sæti í trissuboga kvenna U21 af 51 keppanda og 24 sæti trissuboga kvenna (fullorðins flokki) af rúmlega 700 keppendum á World Series Open heimslista eftir að öllum mótum í mótaröðinni var lokið. Greint er frá þessu á bogfimivefnum archery.is

World Series Open innandyra mótaröð alþjóða bogfimisambandsins World Archery samanstóð af 26 mótum um allan heim í vetur, frá byrjun nóvember og til lok febrúar.

 

Nýjast