Leikdeild Eflingar frumsýnir rokksöngleikinn Ólafíu

Rokksöngleikurinn  Ólafía er eftir Hörð Þór Benónýsson tónlistina samdi  Jaan Alavere    Myndir aðse…
Rokksöngleikurinn Ólafía er eftir Hörð Þór Benónýsson tónlistina samdi Jaan Alavere Myndir aðsendar

Leikdeild Eflingar frumsýnir rokksöngleikinn Ólafíu eftir Hörð Þór Benónýsson með tónlist eftir Jaan Alavere, næstkomandi laugardag, 15. Febrúar. Sýningin hefst kl. 16.Leikstjóri er Hildur Kristín Thorstensen og tónlistarstjórn er í höndum Mariku Alavere.

Söngleikurinn fjallar um líf ungs fólks í dag og áreiti sem það verður fyrir, vímuefni, útlitsdýrkun, samfélagsmiðla og tvískinnungshátt fullorðna fólksins. Hressandi tónlist og fjör í bland við alvarlegri atburði. Sýning sem spannar allan tilfinningaskalann. Atriði í sýningunni geta valdið óhug hjá mjög ungum börnum.

Leikhúsið er sett upp sem kaffihús

Sýningar eru í Félagsheimilinu á Breiðumýri í Reykjadal. Kvenfélag Reykdæla verður með vöfflu- og veitingasölu fyrir sýningu og í hléi en leikhúsið er sett upp sem kaffihús þar sem áhorfendur sitja við borð og geta notið veitinga með sýningunni.

Miðasala í síma 618-0847 eða á netfangið umfefling@gmail.com. Félagar í Framsýnar geta fengið 1000 kr afslátt af almennu miðaverði gegn framvísun miða sem fæst á skrifstofu Framsýnar. Næstu sýningar eru áætlaðar 15. febrúar kl. 16 (frumsýning), sunnudag 16. febrúar kl. 20, þriðjudag 18. febrúar kl. 20 og fimmtudag 20. febrúar kl. 20.

Söngleikurinn fjallar um líf ungs fólks í dag og áreiti sem það verður fyrir

 

 

 

Nýjast