Akureyrarflugvöllur - Nýja flughlaðið stóðst lokaúttekt
Nýja flughlaðið verður formlega tekið í notkun þann 25 janúar n.k. Myndir Akureyri International Airport
Starfsmenn frá Samgöngustofu komu til Akureyrar í dag og gerðu lokaúttekt á nýja flughlaðinu á flugvellinum. Allt reyndist vera með eðlilegum hætti og flughlaðið þvi samþykkt til formlegrar notkunar. Nýja flughlaðið er 32 þúsund fermetrar.
Framkvæmir við undirbyggingu flughlaðs hófust 2016 með flutningi efnis úr Vaðlaheiðargöngum en nú er verkinu lokið og ákveðið hefur verið að taka það formlega í notkun 25 janúar n.k.
Séð yfir nýja flugstöð og flughlaðið góða.