Norðurþing og Þingeyjarsveit senda hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur
Norðurþing og Þingeyjarsveit hafa sent hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur.
,,Sveitarstjórn Norðurþings sendir hlýjar kveðjur og styrk til íbúa Grindavíkur og samúðarkveðjur til þeirra sem hafa misst. Einnig til kollega sinna í bæjarstjórn Grindavíkur sem horfa fram á forsendubrest og algera óvissu um framtíðaráform. Sveitarstjórn hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að leggjast á eitt með að finna sem allra fyrst lausnir sem tryggja íbúum Grindavíkur heimili og nauðsynlegan stuðning við þessar erfiðu aðstæður sem eru uppi."
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar orðar kveðju þeirra svona:
,,Fyrir hönd Þingeyjarsveitar sendir sveitarstjórn hlýjar kveðjur til íbúa Grindavíkur. Það er afar átakanlegt að fylgjast með þeim atburðum sem nú eiga sér stað og sjá enn og aftur hversu lítils við megum okkar gagnvart náttúrunni. Hugur okkar allra er hjá íbúum Grindavíkur, styrkur ykkar er aðdáunarverður.
Með von um að yfirstandandi hörmungum ljúki fljótt sendum við ykkur og öllum viðbragðsaðilum okkar sterkustu strauma og hlýjustu kveðjur.