20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Leigubílastöð ekki hafnsækin starfsemi
Meirihluti skipulagsráðs Akureyrar hefur hafnað erindi frá Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO sem sótti um lóð við Oddeyrarbót 3 á Akureyri. Forsendur ákvörðunarinnar er þær að ekki sé um hafnsækna starfsemi að ræða og er hún fullnaðarafgreiðsla.
Fram kemur í umsókn BSO um lóðin að verði hún samþykkt hyggist félagið reisa þar byggingu sem verður að hámarki um 300 fermetrar að grunnfleti og að lágmarki 100 fermetrar. Þá telur stjórn BSO að finna megi leið til að flytja og varðveita núverandi húsnæði BSA við Strandgötu, nú Hofsbót 1 og fylgja með því hvatningu Minjastofnunar um að varðveita BSO húsið á nýjum stað.
Við Oddeyrarbót hafði BSO hug á að reka leigubílastöð ásamt skyldri starfsemi.
BSO fékk skömmu fyrir jól frest á flutning af svæðinu en til stendur á þessu ári að auglýsa lausar lóðir við Hofsbót 1 og 3. Ef tilboð berst í Hofsbót 1 sem bæjarráð samþykkir þarf BSO að fara með starfsemi sína og húsakost af svæðinu með sex mánaða fyrirvara.