Akureyri-Hafna kröfu um ógildingu

Frá Akureyri    Mynd: Vbl
Frá Akureyri Mynd: Vbl

Úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi miðbæjar sem nær til Glerárgötu 7 liggur fyrir og er á þá leiða að kröfu kæranda um að ógilt verði ákvörðun bæjarstjórnar um breytingar á deiliskipulagi er hafnað.

Eigandi tveggja fasteigna, Glerárgötu 1 og Strandgötu 13b, Jón Oddgeir Guðmundsson kærði ákvörðun bæjarstjórnar frá því í fyrra sumar, en til stendur að reisa hótelbyggingu á lóð númer 7 við Glerárgötu, á Sjallareitnum svonefnda. Taldi hann að breyting sem gerð var á skipulaginu og fólst m.a. í því að hótelbyggingin var hækkuð raskaði verulega grenndarhagsmunum sínum og væri réttur hans fyrir borð borinn. Hús Jóns Oddgeirs stendur við lóðamörk við Glerárgötu 7. Taldi hann hæð hússins í hrópandi ósamræmi við þær byggingar sem standa sunnan við fyrirhugaða hótelbyggingu. Einnig nefndi hann í kæru sinni að ásýnd miðbæjar breyttist til muna með tilkomu háhýsis á þessum stað og að framkvæmdir gætu haft neikvæð áhrif á verð fasteigna á svæðinu.

Úrskurðarnefndin leiðir rök að því að hagsmunir kæranda hafi ekki verið fyrir borð bornir í skilningi skipulagslaga, né heldur að þeir form- eða efnisannmarkar liggi fyrir sem leiði til þess að ógilda þurfi deiliskipulagið. Úrskurðarnefndin bendir á að geti kærandi sýnt fram á tjóna vegna breytinganna gæti hann átt rétt á bótum. Það álitaefni þurfi að bera undir dómstóla

Nýjast