Yngsti skákmeistarinn í sögu Skákfélags Akureyrar

Markús Orri Óskarsson sem verður 15 ára gamall innan fárra daga gerði sér lítið fyrir og varð Skákme…
Markús Orri Óskarsson sem verður 15 ára gamall innan fárra daga gerði sér lítið fyrir og varð Skákmeistari Akureyrar, en lokaumferð Skákþings Akureyrar var tefld fyrir helgi.

Markús Orri Óskarsson sem verður 15 ára gamall innan fárra daga gerði sér lítið fyrir og varð Skákmeistari Akureyrar, en lokaumferð Skákþings Akureyrar var tefld fyrir helgi.

Markús Orri var fyrir umferðina búinn að tryggja sér efsta sætið á mótinu og því fyrirséð að hann yrði sá yngsti sem hampaði titlinum Skákmeistari Akureyrar í 87 ára sögu þessa móts. 

Hann sló ekki slöku við í lokaumferðinni og landaði enn einum sigrinum og lauk því mótinu með fullu húsi vinninga, sjö af sjö. Hann var því þegar upp er staðið, heilum tveimur vinningum á undan næsta manni, Stefáni G. Jónssyni sem fékk fimm vinninga.  Eymundur Eymundsson varð í þriðja sæti með 4,5 vinninga.

Þess má geta til gamans, að það er sextíu ára aldursmunur á sigurvegaranum og silfurverðlaunahafanum og sýnir það betur en annað hvernig skákíþróttin höfðar jafnt til allra aldurshópa segir í frétt á vef Skákfélags Akureyrar.

Nýjast