Fréttir

Eyrarrokk 2023

Tónlistarhátíðin Eyrarrokk er haldin ár hvert í októbermánuði á tónleikastaðnum Verkstæðinu sem staðsettur er á Akureyri. Verkstæðið er nýlegur tónleikastaður sem einnig hýsir Vitann matsölustað á Strandgötu 53, en heilmiklar endurbætur hafa verið gerðar á staðnum til að gera hann sem bestan til að hýsa slíka tónlistarveislu sem fram undan er.

Lesa meira

Hjólaði 2060 kílómetra í ágúst

Hjólreiðafélag Akureyrar stóð fyrir áskorun fyrir félagsmenn sína í ágúst þar sem markmiðið var að hjóla 1000 km og fá fyrir grobbréttinn  og bol því till staðfestingar. Þónokkur fjöldi hjólara skráði sig til leiks og hófust hjólarar á svæðinu strax við að safna kílómetrum en enginn að jafn miklum krafti og Ríkarður Guðjónsson. En Ríkarður sem verður sextugur þann 29. september næstkomandi gerði sér lítið fyrir og hjólaði 2.060 kílómetra á 74 klukkustundum og fór nærri tvær ferðir uppá fjallið Everest eða 15.000 metra uppávið.

Lesa meira

Traust afkoma Samherja hf. á árinu 2022

Rekstrarhagnaður Samherja hf. nam 9,9 milljörðum króna á árinu 2022 og jókst um rúmlega 800 milljónir króna milli ára. Hagnaður af rekstri samstæðu Samherja hf., þegar tekið hefur verið tillit til afkomu hlutdeildarfélaga og fjármagnsliða, nam 14,3 milljörðum króna eftir skatta en var 17,8 milljarðar króna á árinu 2021.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársreikningi Samherja hf. fyrir árið 2022 sem samþykktur var á aðalfundi félagsins hinn 24. ágúst síðastliðinn.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., gerði grein fyrir uppgjörinu á aðalfundinum og nefndi í ræðu sinni að í heild hefði afkoman verið góð á árinu 2022. Sumt hafi gengið betur en árið á undan en annað ekki. Uppgjörið litaðist að hluta til af þeim breytingum sem hefðu orðið á efnahagsreikningi Samherja hf. á árinu en þær veigamestu fólust í því að ýmsar eignir voru færðar til félagsins Kaldbaks ehf.

 

Lesa meira

Yfirbreiðslur draga verulega úr orkutapi sundlauga

Þurfum að sýna ábyrgð í nýtingu orkunnar

Lesa meira

Aldursforseti Hörgársveitar með fjórðu umhverfisverðlaunin á ævinni

„Þetta kom mér algjörlega að óvörum, ég vissi ekki hvaða erindi þau áttu við mig núna,“ segir Liesel Malmquist íbúi við Skógarhlíð 29 í Hörgársveit. Fulltrúar úr sveitarstjórn mættu til hennar og afhentu umhverfisverðlaun Hörgársveitar fyrir fallega lóð. Liesel fékk einnig umhverfisverðlaun fyrir lóð sína við Skógarhlíð fyrir 15 árum síðan.

Lesa meira

Fjölbreytt framboð á flugi frá Akureyri

Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Breska flugfélagið easyJet hefur flug til Akureyrar í lok október og Icelandair býður upp á beint flug á Keflavíkurflugvöll þaðan sem hægt er að tengja við flugáætlun félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.

Lesa meira

Upphaf byggðar við Eyjafjörð

Í Landnámabók segir að Helgi magri hafi lent skipi sínu við Galtarhamar. „Þar skaut hann á land svínum tveimur og hét gölturinn Sölvi. Þau fundust þremur vetrum síðar í Sölvadal. Voru þá saman sjö tugir svína.” Þetta er ein af mörgum örnefnasögnum í Landnámabók þar sem örnefni eru kveikja að frásögn til þess að gera söguna lifandi - og ef til vill sennilegri. Galtarhamar heitir nú Festarhamar eða Festarklettur og stendur nyrst í landi Kaupangs. Festarklettur er ávalur eða kúptur og líkist klettum og fjöllum á Íslandi - og í Noregi - sem bera galtarnafn. Hugsanlegt er að kletturinn hafi upphaflega heitið Göltur og andríkur höfundur Landnámu síðan gefið gelti Helga magra nafnið Sölvi til þess að skýra örnefnið Sölvadalur sem á sér aðra skýringu.

Lesa meira

Loft­brú – já­kvæðar fjár­festingar í þágu barna

Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið.

Lesa meira

Sátt um símamálin 95% barna í 4.-7. bekk og 98% unglinga í 8.-10. bekk á Íslandi eiga eigin farsíma*

Umræðan um síma í skólastarfi er ekki ný af nálinni og blossar gjarnan upp í upphafi skólaárs þegar að skólastjórnendur, kennarar og starfsmenn skóla velta vöngum yfir því hvað sé best að gera með þessa símaeign íslenskra barna sem nálgast það að vera orðin algjör. Höfundum þessarar greinar hefur verið stillt upp sem talsmanni símabanns annars vegar og andstæðingi símabanns hins vegar en þegar rýnt er í það sem hefur verið sagt og ritað þá erum við í grunnatriðunum sammála.

Lesa meira

Spennandi starfsár Menningarfélags Akureyrar framundan

Starfsár Menningarfélags Akureyrar hefst með hvelli þegar hinn óviðjafnanlegi dúett Hundur í óskilum mætir aftur á svið Samkomuhússins og nú með sýninguna Njála á hundavaði. Leikarar eru að vanda Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson og leikstjóri Ágústa Skúladóttir. Sýningar hefjast í Samkomuhúsinu 22. september.

Lesa meira