Forðumst slysin – nýtum tækifærin
Reinhard Reynisson skrifar um staðsetningu nýrrar dagvöruverslunar á Húsavík
Reinhard Reynisson skrifar um staðsetningu nýrrar dagvöruverslunar á Húsavík
„Hljóðið er gott en stemmningin er enn þá róleg. Það virðast fáir þora að stökkva strax um borð í þessa örk. Vilja gefa sér tíma til að hugsa þetta sem er af hinu góða. Þetta er svipað og dýrin sem þurfa að þefa sig áfram og kynnast nýjum stöðum áður en þau ganga til verka,“ segir Ásgeir Ólafsson Lie stofnandi Nýs upphafs sem hyggst bjóða fram lista til næstu bæjarstjórnarkosninga. Nýtt upphaf hefur auglýst eftir 11 einstaklingum á listann, en hver og einn er þar á eigin forsendum en ekki flokksins.
Góðir nágrannar eru ómetanlegir. Þegar fjölskyldan mín flutti í götuna okkar fyrir aldarfjórðungi voru allir nágrannarnir frumbyggjar. Umgengni í götunni var metnaðarfull, allir samstíga með að klippa runna, moka snjó og hreinsa illgresið við gangséttarnar. Bílastæðin inná lóðunum og sjaldséð að bílar stæðu á götunni. Við vorum þá yngstu íbúarnir. Nú hafa gömlu góðu frumbyggjarnir tínst yfir móðuna miklu einn af öðrum. Einungis einn er eftir. Þannig týnist tíminn og við hjónin erum skyndilega komin í hóp þeirra elstu.
Nýtt fólk er komið við allar hliðar hússins okkar og sama hjálpsemin er eins og áður var. Unga fólkið hefur gát á gamlingjunum. Iðulega er einn nágranninn búinn að blása snjó af stéttinni fyrir framan húsið okkar og annar passar uppá að við gleymum ekki bílskúrnum opnum. Það var til dæmis notalegt að fá skilaboð frá grannkonu á dögunum.
Ég hafði verið að útrétta á bílnum seinnipart dags og var að bakka í stæðið þegar síminn hringdi og truflaði mig. Í stað þess að hunsa símann svaraði ég og gleymdi mér svo. Grannkonan góða sagðist ekki geta gengið til náða fyrr en hún væri viss um eitt og spurði: „Er bíllinn ykkar í gangi?“ Það stóð heima, bíllinn var á sínum stað og hafði verið í gangi í marga klukkutíma.
Já, góðir nágrannar eru ómetanlegir.
Umferð í janúar var 7% meiri en sama mánuð í fyrra í gegnum Vaðlaheiðargöng en alls voru farnar 28.342 ferðir sem jafngildir 914 ferðir að meðaltali á dag. Hlutfall umferðar um göngin var 91% en 9% fóru skarðið eða 86 ferðir að meðaltali á dag en færð í janúar hefur varið ágæt hér á norðurlandi og voru engin lokunardagar á Víkurskarði í janúar 2024 vegna veðurs.
Þetta kemur fram á Facebooksíðu Vaðlaheiðargangna.
Eins og fram hefur komið er aðflug úr suðri að Akureyrarflugvelli verulega ábótavant, einkum fyrir farþegaþotur s.s. easyJet, Icelandair, Play. Heppni með veður ræður hreinlega of miklu um hvort ljúka takist flugi við erfið veðurskilyrði í norðanátt.
Laugardaginn 3. febrúar kl. 15 verður boðið upp á listamannaspjall í Listasafninu á Akureyri. Þá mun Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, ræða við Guðnýju Kristmannsdóttur um sýningu hennar, Kveikja, sem var opnuð um síðastliðna helgi. Aðgöngumiði að safninu jafngildir aðgangi að listamannaspjalli.
Um Guðnýju og sýninguna segir listfræðingurinn Pavi Stave: „Djarfar og kröftugar pensilstrokur bera ekki vitni um hvatvísi í risastórum málverkum myndlistakonunnar Guðnýjar Kristmannsdóttur, heldur birtast villtar og goðsagnakenndar skepnur upp úr löngu og meðvituðu ferli – hvort sem það er páfugl með strap-on eða skordýr í trylltum hlátri. Þykk upphleðsla lita, þunnar málningastrokur og hrár grunnur á yfirborði málverksins skapa kraftmiklar en yfirvegaðar hliðstæður sem blása lífi í skepnurnar. Skapandi og hrekkjótt; gleði þeirra er smitandi. Play Me – Kveikja er titill eins verksins. Athugið að þér er ekki endilega boðið til leiks, heldur er verið að lokka þig til þess að gefa þér lausan tauminn og ganga inn í heim nautnalegrar gleði listamannsins.
Nýtt flughlað kom að góðum notkun þegar hver flugvélin á fætur annarri lenti á Akureyrarvelli.
„Það er sorglegt að þörfin í okkar góða samfélagi sé svona mikil,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra vösku kvenna sem standa að markaðnum NorðurHjálp. Með henni eru þær Guðbjörg Thorsen, Anna Jóna Vigfúsdóttir og Stefanía Fjóla Elísdóttir. Alla hafa þær að baki langa reynslu af sjálfboðaliðastörfum. Markaðurinn var opnaður í lok október, hefur starfað í þrjá mánuði og þegar úthlutað um 2,6 milljónum króna til þeirra sem minna mega sín á Akureyri og nærsveitum.
Íþróttahátíð Akureyrar var haldi í Hofi í gær eins og fram hefur komið. Þar var ekki aðeins tilkynnt um kjör á íþróttafólki Akureyrar því einnig voru afhentir styrkir og veittar heiðursviðurkenningar fræðslu- og lýðheilsuráðs.
Hér má sjá myndir sem teknar voru við þetta tilefni:
Vegna ófærðar í lofti milli Reykjavíkur og Akureyar i gær og í dag seinkar deifingu Vikublaðsins verulega. Öllu flugi var aflýst eftir hádegið í gær og einungis ein vél gat lent hér i morgun áður en aftur varð ófært á milli.