Dagskráin 19. febrúar - 26. febrúar Tbl 7
Agnar Forberg/Spacement heldur útgáfutónleika í Hofi

„Þessi plata kemur eins og ferskt andrúmsloft inn í íslensku tónlistarsenuna.,“ segir Agnar Forberg/Spacement sem heldur útgáfutónleika í Hofi, Akureyri föstudagskvöldið28. febrúar klukkan 20. Agnar ungur og upprennandi raftónlistarmaður með djúpar rætur á Akureyri og Eyjafirði. Móðurættin er úr Eyjafirði og liggja ræturnar þvers og kruss um fjörðinni, frá Sölvadal út á Árskógsströnd, Hörgárdal og yfir í Höfðahverfi.
Kærleikur og kvíði er önnur plata listamannsins Spacement. Lögin eru fjölbreytileg með alls konar þemu, allt frá fuglasöng til ástarsorgar og alls konar þar á milli. „Platan hefur verið í smíðum í nokkur ár og byrjaði að fæðast í stúdíói á Óseyri,“ segir Agnar en síðastliðið ár hefur lokafrágangur átt sér stað í Reykjavík.
Blanda af alls konar
„Þessi plata er aðalega raftónlist en inniheldur blöndu af rokki, hip hop, danstónlist og einu rólegu gítarlagi líka þannig að það er eitthvað fyrir alla á Kærleik & kvíða. Platan hefur verið í vinnslu síðastliðin ár og loksins þann 28. febrúar fær hún að blómstra,“ segir hann.
Agnar fæddist í Reykjavík en ólst upp frá 5 ára aldrei á Akureyri, náði einu ári á Iðavöllum, var í Brekkuskóla og Naustaskóla og þá lá leiðin í Verkmenntaskólann á Akureyri.
„Ég var í Suzukipíanónámi í Tónlistarskólanum, fór svo yfir á rafbassa en þá var fótboltinn tekinn yfir og ég var á kafi í honum lengi vel. Ég mætti svo aftur til leiks í Tónlistarskólann þar sem ég var um skeið í Skapandi deildinni,“ segir Agnar en leiðin lá suður þar sem hann tók hljóðmannspróf frá Tækniskólanum/Stúdíó Sýrlandi. „Núna bý ég í Hafnarfirði með kærustunni minni og helga mig tónlistinni eins og ég get.“