Lóðir við Hofsbót boðnar út að nýju í vor
„Við stefnum að því að bjóða lóðir út fyrir vorið,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi á Akureyri. Útboðsskilmálar fyrir lóðir við Hofsbót 1 og 3 hafa verið endurskoðaðir lágmarksverð er lægra.
Bæjarstjórn Akureyrar hefur lækkað lágmarksboð í lóðirnar númer 1-3 við Hofsbót, en fyrirhugað er að bjóða þær út á komandi vori. Lágmarksboð er nú 248 milljónir en var rúmlega 263 milljónir. Akureyrarbær setti lóðirnar við Hofsbót 1 og 3 á sölu í júní í fyrra og óskaði eftir kauptilboðum í byggingarrétt á þeim.
Þá voru þeir skilmálar í gildi að lágmarksboð í báðar lóðir, væri ríflega 263 milljónir króna. Ekkert tilboð barst í lóðirnar á þeim tíma. Gert er ráð fyrir að húsin á lóðunum verði mishá, þau hæstu fimm hæðir en önnur lægri.
Á jarðhæð er gert ráð fyrir verslun og þjónustu en einnig verður heimilt að vera með atvinnustarfsemi á annarri hæð. Íbúðir verða á efri hæðum. Sameiginlegur bílakjallari fyrir báðar lóðir verður undir húsunum með inn - og útakstri frá Strandgötu.
Miðað við fyrri samþykktir varðandi lóðirnar hefur BSO sem er með sína bækistöð á
svæðinu, 6 mánaða uppsagnarfrest frá því að bærinn tekur tilboði í lóðirnar.