Kynna nýjan grafreit í Naustaborgum
Að mati skipulagsráðs er æskilegt að skipulag svæðis fyrir grafreit verði hluti af skipulagi fyrir nýtt íbúðarsvæði og sem og hluti af útivistarsvæði Naustaborga. Skipulagsfulltrúa var falið að hefja vinnu við undirbúning að gerð deiliskipulags á þessu svæði til samræmis við breytingu á aðalskipulagi sem nú er í vinnslu og nýsamþykkta húsnæðisáætlun.
Áningarstaðir og útsýnispallur
Fram kemur í kynningu að gert sé ráð fyrir að í 1. áfanga verði samtals um 2500 kistugrafir og duftgrafir í þeim áfanga verði um 2.200 talsins. Hægt verður að bæta við duftgrafarsvæðum í garðinum eftir því hvernig kröfur og graftarsiðir í samfélaginu þróast.
Þá er gert ráð fyrir svæði fyrir öskudreifingu og ómerktar duft- og kistugrafir. Einnig er gert ráð fyrir áningarstöðum, áhaldahúsi, minningar- og fósturreit. Þá er einnig gert ráð fyrir að útsýnispalli á klöppum í norðurenda væntanlegs grafreits.
Aðlaðandi útivistarsvæði
Miðað verður við að hanna aðlaðandi útivistarsvæði í nýjum grafreit, m.a. fyrir eldri borgara.Það yrði gert með því að setja upp bekki með jöfnu millibili, bjóða upp á salernisaðstöðu, lýsingu við gönguleiðir og að stígar væru miskrefjandi til göngu.
Á meðfylgjandi slóð hér fyrir neðan má skoða kynningu sem Landslag Landslagsarkitektar unnu og er rík ástæða til að skoða vel.