Liðstyrkur til KA í handboltanum

Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA   Myn…
Bjarni Ófeigur Valdimarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA Mynd ka.is

Heimasíða KA  tilkynnti í morgun að Bjarni Ófeigur Valdimarsson 25 ára gamall leikmaður  með þýska liðinu GWD Minden hafi skrifað undir þriggja ára samning við handknattleiksdeild KA.  Bjarni sem leikur i stöðu vinstri skyttu er jafnframt öflugur varnarmaður og ljóst að hann verður  mikill liðstyrkur  fyrir KA.

Í fyrrnefndri tilkynningu má m.a lesa:  ,,Bjarni sem gengur í raðir KA frá þýska liðinu GWD Minden þar sem hann er í lykilhlutverki en hann gekk í raðir Minden fyrir núverandi tímabil. Þar áður lék hann í þrjú ár með sænska stórliðinu IFK Skövde en Bjarni lék ákaflega vel með sænska liðinu þar sem hann var í hópi bestu manna liðsins öll þrjú tímabilin en liðið lék meðal annars tvívegis til úrslita um sænska meistaratitilinn, árin 2021 og 2022."

,,Mér líst ótrúlega vel á að fá Bjarna norður og mjög spenntur að vinna með honum. Þetta er leikmaður á besta aldri og er öflugur á báðum endum vallarins þannig að já, ég er mjög spenntur að vinna með honum. Ég er handviss um að hann mun koma flottur inn í það verkefni sem við erum að vinna hér í KA með okkar unga lið. Ég hef bara heyrt góða hluti af Bjarna, hann æfir mjög vel og er með gott hugarfar. Hann mun hjálpa ungu strákunum okkar, hefur verið að spila sem atvinnumaður og veit hvað þetta snýst um. Þannig að við bindum miklar vonir við komu hans hingað norður" sagði Halldór Stefán Haraldsson þjálfari KA við tíðindunum.

Bjarni Ófeigur sendi skýr skilaboð hingað norður í kjölfar undirskriftarinnar,  ,,ég er ótrúlega spenntur að taka slaginn með KA næstu árin þar sem að ég hef bullandi trú á þessu liði og KA sem félagi. Hlakka til að mæta norður og spila í gulu treyjunni."

 

Nýjast